Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 36

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 36
188 KIRKJURITIÐ getur farið forgörðum. Það verður stöðugt að styðja hana og styrkja. Já, við verðum að heyja stríð fyrir manngildið. Það er þá til lífsspeki, sem heldur manngildinu uppi og tryggir það. Og engin spuming ætti því að vera brýnni en þessi fyrir lýðræðisþjóð: Hver er þessi lífsspeki? Og á hvaða undirstöðu er hún reist? Eitt virðist þó vera ljóst að minnsta kosti, að mann- gildið stendur í órofasambandi við auðugt og djúpt félags- líf, við mannkærleikann, sem engin takmörk verða sett. Það er nátengt vaxandi fjölskylduanda og bróðuranda í heiminum. Þetta verður Ijóst, ef menn spyrja sjálfa sig: „Hverjum er einstaklingurinn óviðjafnanlega dýrmætur?“ Ekki ríkinu né þjóðfélaginu. Ég er meðborgari, einn af mörgum, og aðrir geta komið í minn stað og leyst af hendi mitt starf fyrir samfélagið. Ekki á vinnustöðvunum, þar sem einhvem kann að langa í stöðuna mína. Ekki á víg- stöðvunum. Hermaður fellur, og annar kemur í staðinn. Þessi meðvitund um það, að auðbættur verði skaðinn eftir okkur, vekur oft hugsunina, að allt sé hégómi. Nei. Maðurinn verður þeim einum óviðjafnanlega dýr- mætur, sem elska hann. Gömul, lúin kona, sem er ekkert annað en byrði í augum samfélagsins, getur verið syni sínum eða dóttur ómetanlega mikils virði. Hver getur komið í stað móður? „Bezt af öllum mæðrum," segir kær- leikurinn — eða „undursamlegust af öllum konum“ — eða „óviðjafnanlegur vinur“. Slíkt er mál kærleikans. En til eru margir menn, sem engan vin eiga, eða neinn, sem skeyti um þá. Og hversu óstöðugur er oft kærleiki mannanna. Og þá erum við komnir að lífsskoðim kristindómsins og hvers virði kristilegt líf er fyrir manngildið. Sögulega séð er allt mat okkar á mönnunum runnið úr kristnum jarð- vegi. Að vísu má finna fáeina drætti frá menningarstraum- um fornaldarinnar, svo sem Stóuspekinni. En kærleiki Krists til mannanna hefir veitt dýpstan skilning á mann- gildinu, Að sönnu flytja guðspjöllin ekki neina sundurlið-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.