Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 53

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 53
PRESTASTEFNAN 1950 205 um hennar, heldur og þjóðinni allri og prestastétt landsins, við hið skjóta fráfall þessa ágæta manns. Séra Friðrik Hallgrímsson, er lézt hinn 6. ágúst s.l., 77 ára að aldri, var fæddur í Reykjavík 9. júní 1872. Foreldrar hans voru herra Hallgrímur Sveinsson biskup og kona hans, Elina Bolette (f. Fevejle). Hann lauk embættisprófi í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1897 og var vígður árið eftir prestur við holdsveikraspítalann í Laugamesi, prestur í Út- skálaprestakalli 1899—1903. Fór þá vestur um haf og gerðist prestur Islendinga í Argylebyggð í Kanada. Árið 1925 hvarf hann aftur heim til íslands og tók við 2. prestsembættinu við Dómkirkjuna og varð jafnframt prestur Laugamesspítala frá 1928. Hann varð prófastur Kjalamesprófastsdæmis 1938 og dómprófastur í Reykjavík 1941, er Reykjavík var gerð að sér- stöku prófastsdæmi. Hann fékk lausn frá embætti frá 1. desem- ber 1945. Séra Friðrik var þjóðkunnur maður, ljúfmenni svo að af bar, víðsýnn og vinsæll. Hann fékkst allmikið við ritstörf, og hafa barnabækur hans einkum notið mikilla vinsælda. Hann samdi og kennslubók í kristnum fræðum fyrir fermingarböm, sem mikið er notuð við fermingamndirbúning. Séra Friðrik sat langa hríð í stjóm Prestafélags íslands, átti um skeið sæti í Útvarpsráði og gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstörfum. Hann var kvæntur Bentínu Hansínu Bjömsdóttur, er lifir mann sinn. Með séra Friðrik er hniginn einn af glæsilegustu mönnum prestastéttarinnar á síðari árum. Séra Magnús Bjarnarson andaðist í Reykjavík hinn 10. sept- ember s.l., 88 ára að aldri. Hann var fæddur 23. apríl 1861 að Leysingjastöðum í Húnavatnssýslu, sonur Bjöms bónda Odds- sonar og konu hans, Rannveigar S. Sigurðardóttur. Hann út- skrifaðist úr Prestaskólanum í Reykjavík árið 1887 og var vígður árið eftir til Hjaltastaðar í N.-Múlaprófastsdæmi. Árið 1890 var honum veitt Kirkjubæjarklaustursprestakall, er hann þjónaði til 1931, en þá fékk hann lausn frá prestskap. Hann var jafnframt prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi frá 1908—1931. Séra Magnús var afburða glæsilegur maður, virtur og elsk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.