Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 57

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 57
PRESTASTEFNAN 1950 209 vors og bróður, séra Halldórs E. Johnson, er fórst í hinu hörmu- lega sjóslysi við Vestmannaeyjar 7. janúar s.l. Séra Halldór var fæddur að Sólheimum í Skagafirði 12. sept. 1887. Hann fór ungur vestur um haf, stundaði þar nám og tók prestsvígslu 1918. Var síðan prestur meðal Vestur-íslendinga um mörg ár, en hvarf heim til íslands á síðastliðnu sumri og gerðist kennari í Vestmannaeyjum. Séra Halldór var greindur maður, fróður og víðsýnn, hag- mæltur vel og hinn bezti drengur. Minningu hans vottum vér virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Á árinu hafa tveir prestar látið af embætti. Eru það séra Þorsteinn Björnsson á Þingeyri, er gerðist prestur fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík, og séra Halldór Jónsson á Reynivöll- um. Séra Halldór hefir, sem kunnugt er, þjónað Reynivalla- prestakalli í full 50 ár og rækt það starf með þeirri alúð, samvizkusemi og skyldurækni, 'sem bezt verður á kosið, enda verið afarvinsæll af söfnuðum sínum. Fyrir hönd kirkjunnar og prestastéttarinnar vil ég leyfa mér að þakka honum alveg sérstaklega hans óvenjulega langa og ágæta starf í þjónustu kirkjunnar og allrar þjóðarinnar. Tveir guðfræðikandidatar hafa tekið prestsvígslu á árinu: Séra Hermann Gunnarsson, er vígður var til Mývatnsþinga hinn 28. ágúst, og hafði þá fengið veitingu fyrir því prestakalli. að afstaðinni lögmætri kosningu frá 1. sama mánaðar, og séra Emii Björnsson, er vígður var 26. febrúar s.l., sem prestur hins uýstofnaða Óháða fríkirkjusafnaðar í Reykjavík. Að öðru leyti hafa þessar breytingar orðið, að því er embætta- veitingar varðar á sviði kirkumálanna: Séra Andrés Ólafsson, settur prestur í Staðarprestakalli í Steingrímsfirði, var skipaður sóknarprestur þar frá 1. júní 1949 að undangenginni lögmætri kosningu. Séra Þórarinn Þór var frá sama tíma skipaður sóknarprestur 1 Staðarprestakalli á Reykjanesi (Reykhólum) eftir löglega kosningu. Hann var áður settur prestur þar. Séra Guðmundur Guðmundsson, f. prestur að Brjánslæk, var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.