Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 63

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 63
PRESTASTEFNAN 1950 215 Meðal merkra kirkjumanna, er heimsóttu ísland á árinu, má nefna prófessor C. J. Bleeker frá Háskólanum í Amsterdam, er meðal annars flutti hér Haralds Níelssonar fyrirlestur í Há- skólanum, og Dr. Alfred Jörgensen, einn af ágætustu kirkju- mönnum Dana, er hér dvaldi um tíma og ferðaðist nokkuð um landið. KirkjublaBið og Kirkjuritið hafa komið út með svipuðum hætti og undanfarin ár. Ennfremur tímaritið Víðförli, er séra Sigurbjörn Einarsson prófessor er ritstjóri að. Svo og blaðið Bjarmi. Haldið hefir verið áfram útgáfu safnaðarblaðsins Geisl- ans á Bíldudal, Kirkjuklukkunnar á Siglufirði og Æskulýðs- blaðsins á Akureyri. Ennfremur hefir séra Friðrik A. Friðriks- son prófastur á Húsavík gefið út safnaðarblað á þessu ári. Vil ég þakka þeim prestum, sem að þessum blöðum standa, áhuga þeirra, um leið og ég vænti þess, að fleiri prestar sjái sér fært að hefja slíka starfsemi í söfnuðum sínum svo fljótt, sem kringumstæður leyfa. Af bókum kirkjulegs og kristilegs efnis hefir fátt verið prent- að á þessu ári. Vil ég þar einkum geta nýrrar útgáfu á Markús- arguðspjalli með skýringum eftir prófessor Ásmund Guðmunds- son. Ennfremur hefir komið út ný útgáfa af Hátíðasöngvum séra Bjarna Þorsteinssonar, en fyrri útgáfa var uppseld fyrir nokkru. Enn má geta um útkomu 1. bindis af íslenzkum ævi- skrám eftir Dr. Pál E. Ólason, sem Bókmenntafélagið gefur út. Er þar að finna mikinn fróðleik um æviatriði íslenzkra presta að fornu og nýju. Minningarrit vandað og snoturt hefir verið gefið út um séra Pál Sigurðsson í Bolungarvík. Loks vil ég geta um það, að á árinu kom út skáldsagan Útnesjamenn eftir séra Jón Thorarensen, er hlaut mjög góða dóma. Að tilhlutan kirkjuráðs voru á síðastliðnu sumri famar tvær ferðir til fyrirlestrahalds og prédikana. Séra Magnús Guð- mundsson og dr. Árni Árnason læknir á Akranesi ferðuðust um Norður-Múlaprófastsdæmi, en þeir séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri og Jón Þorsteinsson kennari um Suður-Múlapró- fastsdæmi. Fluttu þessir menn erindi um kristindóms- og kirkju- mál í öllum kirkjum prófastsdæmanna, en prestamir sungu messur á öllum kirkjunum. Samkomur þessar voru yfirleitt sæmilega sóttar og sums staðar ágætlega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.