Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 74

Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 74
226 KIRKJURITIÐ vera að angra gamla manninn í eilífðinni með því að hampa því fáa, sem fæddist andvana af brjósti hans. Ljós Matthíasar lifir í ljóðum og sálmum, þar sem „vonar- snauða vizkan“ og hennar „köldu svör“ eru í'okin út í vindinn, eins og reykur af brenndum grút, þar sem „villu- Ijóssins skíma“ víkur fyrir vissu heilags innblásturs og veðrin af öðrum löndum og álfum, sem léku um þessa miklu, opnu og umbrotasömu sál, stillast fyrir andvara þess góða og gilda kristindóms, sem hann hafði meðtekið heima í Skógum og varðveitti svo mikið af, þrátt fyrir allt og túlkaði svo frábærlega, einmitt þegar hann var með sjálfum sér, kom til dyranna sem kristinn Islendingur, sonur móður sinnar, bróðir Hallgríms og meistara Jóns. Sr. Benjamín vitnar í tvö erindi eftir Matthías úr Sálma- bókinni, telur mig ekki geta verið samþykkan þeim, hyggst þar með að útskúfa mér úr samfélagi við skáldið. Það væri býsna fróðlegt fyrir hann að fletta í tómi Sálmabókinni á nýjan leik og glöggva sig á, hvernig þorr- inn af sálmum Matthíasar rímar við þær skoðanir, kenn- ingarmáta og „sálarfræði", sem opinberast í grein hans. Ég get til hægðarauka bent t. d. á nr. 94 og nr. 272. Það er sennilega nóg í fyrstu atrennu. Ég geri ekki ráð fyrir því, satt að segja, að niðurstaðan verði sú, að hann „berji sér á brjóst“ að fyrirmynd dæmisögunnar alkunnu, sem hann hefir í flimtingum og háði, beint og óbeint, eins og flest annað, sem kristnum mönnum er helgast. En það kynni eigi að síður að geta orðið honum til einhverra nota. Og ef þessi ábending væri ekki þegar ofætlun fyrir hann, þá mætti bæta við þeirri spurningu, hversu hann virðir aðra beztu Islendinga, sem eiga sálma í Sálmabókinni, svo sem eins og Hallgrím Pétursson. Engan öfunda ég af að kjósa sér að sleikja þann grút, sem aldrei var einu sinni Ijósmeti. Ég kýs mér Ijósið af lampa þess Matthíasar, sem lifir. Og þaðan af síður þykir mér það öfundsvert hlutskipti að standa sem háðsmerki frammi fyrir öllu því, sem kristin skáld og boðberar, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.