Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 77

Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 77
LJÓSIÐ, SEM HVARF 229 embættismannastétt eða slíkur mórall hjá þjónandi presti, þess þá heldur sem hann er fluttur með orðbragði, sem svipar til sorprita. En undrin áttu enn eftir að aukast. Ég hafði með sjálfum mér afsakað hann fyrir það, sem hann lét frá sér fara hið fyrra sinn í þessu sambandi með því, að það væri fljótfæmi, gönuskeið. Nú hefur honum gefizt tóm til að athuga orð sín og taflstöðu nánar. Það var óhjákvæmilegt fyrir hann að sjá, að hann hafði geipað svo í þessu máli, að það var ekki hægt að verja með neinu sæmilegu móti. En þá er að grípa til annars ráðs og láta sem hann „skynji ekki synd sina“, vera „hinn borginmann- legasti“ — og slá sjálfan sig út. En minna nægir honum ekki til þess að verja sjálfan sig en að níða freklega og ódrengilega kristna kirkju og afstöðu hennar til ásta frá upphafi vega og gefur ekkert eftir vini okkar Dungal, hvorki hvað sannfræði snertir né vinsemd í garð kirkj- unnar manna liðinna alda. Þegar svo sögunni víkur að mér, segir hann: „Honum þykir auðsjáanlega allt ástalíf ósköp Ijótt og saurugt.“ Heimild hans fyrir þessum orðum er sú, að ég varpaði fram þeirri spurningu, hvort ummæli hans áður greind um „forherðingu“ Gunnars Sjenstedts og „borginmennsku“ hans ættu að vera vísbending um það, hvernig hann hugsar sér samband trúarinnar við „heim- inn og almennar siðmenningarhugsjónir" og hvernig hann telur, að trúarbrögðin geti bezt orðið „siðmenningarafl í þessum heimi“, en hann hafði látið svo sem þetta væri sér mikið áhugamál. Við þetta bætti ég: „Saurlífi er enn sem komið er ekki talið veruleg lyftistöng siðmenningar og ekki sérlega háleit siðmenningarhugsjón". Með þessu á ég að hafa sagt, að allt ástálíf sé ósköp ljótt og saurugt og læt ég lesendum eftir að meta, hvað sú útlegging er sannsýn. En það smáræði, að höf. hagræðir ummælum mínum á þann veg að setja „ástalíf" í stað „saurlífis“ er ekki eins óvandað háttalag út af fyrir sig í þessu sambandi, eins og það er almennt séð. Því að öll málfærsla sr. Benja- niíns gengur út á það að sýna fram á, að allt „ástalíf“ beri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.