Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 85
LJÓSIÐ, SEM HVARF
237
e. t. v. eru nægilega tortryggnir á kristindóminn, þótt sr.
Benjamín sé ekki einn til upplýsinga um hann, að minna
á margendurtekin ummæli og meginreglu fornra, krist-
inna kennifeðra: Non defectus, sed contemptus damnat —
foröktunin, ekki bresturinn fordæmir, eins og Jón Vídalín
leggur þetta út. Það er talað við og um þá, sem eiga þess
kost að „sjá Soninn og trúa á hann“.
VL
Sr. Benjamín er átakanlegt dæmi þess orðhengilsháttar
ótrúnaðarins, sem er miklu blindari og staðnaðri en flest
það, sem „bókstafstrúarmenn'‘ sýna af sér, — svo ekki
sé minnzt á heilbrigðan rétttrúnað —, að geta aldrei fundið
nokkurn málskjarna, hengjast á hárinu í hverri grein í
stað þess að ganga að ávextinum, gleypa öngulinn en fleygja
fiskinum, geta aldrei lifað sig inn í hugsun annarra, heimta
af hverjum manni, lífs og liðnum, að hann haldi sér við
þeirra orðasafn, annars snúa þeir upp á sig og eru ekki
til viðtals. Og það er ámátlegur vottur þess, hvað mönn-
um er ósýnt um að hugsa út frá forsendum kristinnar
trúar, þegar allt þeirra tal gengur út á það, hvílík móðgun
það sé við manninn að tala um, að hann sé hjálparvana
án Guðs hjálpar, að guðvana sé hann aZZsvana. Nýja testa-
mentið er nú einu sinni ein samfelld skilaboð til mann-
anna í orðastað þess Guðs, sem Jesús frá Nazaret kunn-
gjörði, að þessu sé svona háttað. Þeir menn hafa frá
fyrstu tímum verið, sem ekki kunnu við þá „diagnós" og
sneru upp á sig, töldu það ósvífni við manninn að segja,
að hann geti ekki hjálpað sér sjálfur að eigin geðþótta,
það sé að sverta hann og ófrægja. Það var við slíka menn,
sem Jesús mælti sínum „humoristísku" orðum: „Ekki
þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru.
Ég er ekki kominn til þess að kalla réttláta, heldur synd-
ara.“ Það var við slíka, sem hann sagði: „Tollheimtumenn
og skækjur munu ganga á undan yður inn í himnaríki.“
Og enn var það við slíka, sem hann sagði: „Þér eruð