Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 6
Prestafélagsritið.
JÓN VÍDALÍN.
— 1N MEMORIAM D UCENTENARIAM. —
1666 — 1720 — 1920.
Synódus-erindi eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
Mörg eru ekki þau nöfn í sögu vor íslendinga, er hafi.
fegri hljóm í eyrutn vorum en nafn Jóns biskups Vidalins,
og í kristnisögu þjóðar vorrar sérstaklega eru þau enn færri.
Væri gengið tii atkvæða um land alt um það, hvaða
mann þjóð vor hefði mætastan átt af kennimannastétt, þá
leikur enginn efi á hver hljóta mundi flest atkvæðin. Það
yrði vitanlega Hallgrímur Pétursson. Enda veit ég engan
kennimann með nokkurri þjóð, er eignast hafi almennari
ítök í hjörtum samlanda sinna en hann með trúarljóðum
sínum.
En jafnáreiðanlegt tel ég hitt, að næstflest atkvæði
mundu greiðast »meistara Jóni«. Því er þá líka svo farið,
að þegar nefna skal ágætishölda og öndvegismenn ís-
lenzkrar kristni, þá bregst það ekki, að byrjað sé á þess-
um tveimur; en þá líka jafnan í sömu röð: Hallgrímur
fyrst, því næst meistari Jón. Þetta orsakast ekki af því,
að Hallgrímur lifði á undan Vídalin. Ekki heldur af því,
að Hallgrímur sé meiri á sinu sérstaka sviði en Vídalín
á sinu. Því að báðir eru áreiðanlega þeir öndvegishöldar
hver á sínu sérstaka sviði, að enginn hérlendra manna
fram á þennan dag jafnast við þá, hvað þá fari fram úr
þeim. Það sem röðinni veldur mundi öllu heldur vera
það, að um Hallgrím má segja miklu fremur en um Jón,
að hann lifi enn með pjóð sinni, sem sé í sálmum sin-
um. Vér, sem nú lifum, þekkjum Jón Vídalín mest af af-
spurn. Tímans djúp hefir fjarlægt hann oss. Og þó hefir
nafn hans enn sætan hljóm og yndislegan í eyrum vor-
Preslafélagsritið. 1