Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 157
Prestafciagsriiið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
151
— Enginn persónuleiki skal brotinn á bak aftur, engin sam-
■vizka troðin undir fótum. Petta er »hinn þröngi vegur« ridd-
aralegu baráttunnar. Sá vegur er vandfarinn — miklu vand-
farnari en vegur »negativu« baráttunnar og baráttunnar um
■völdin, — ef til vill erfiðastur vegna þess, að svo bætt er við
að villast af honum út á afveg — glötunarveg hlutleysisins«.
Ég get ekki stilt mig um að þýða lauslega niðurlagið á
riti Björkquists »KjTkotanken«, þótt það sé að nokkru
leyti endurtekning á því, sem áður er sagt. Það má svo
vel finna eldinn, sem logar undir:
»Sænski þjóðarandinn á að helgast af guðs anda. Al-
þjóðarkirkjan á að vera andleg lútersk kirkja, þar sem
allir lifa sínu eigin lífi, en um leið trúarlífi þjóðarinnar.
Kirkjan á ekki að binda menn saman með lögum og
kenningaþvingun, heldur eiga menn að finna hver ann-
an í frjálsu samfélagi. »Þar sem andi drottins er, þar
«r frelsi« og »mismunur er á náðargáfum, en andinn hinn
sami«. Kaþólska kirkjan hefir átl sér traustan grundvöll
— allsherjar lífsskoðun miðaldanna. Það var voldug
heimskirkja, sem tók alla andlega menningu í faðm sér.
Bandið var vald leiðtoganna. Lúterska kirkjan, þar sem
hún er hrein, byggir á öðrum grundvelli: rétti einstakl-
inganna til náðarmeðalanna með persónulegri ábyrgð. Þar
hefir samfélagið og band kirkjunnar minna gildi. Verið
gelur að við verðum smám saman nógu þroskaðir til að
lifa samkvæmt grundvallarsetningunni: samein andleg-lút-
ersk kirkja á alþjóðar-kirkjulegum grundvelli. Þeir sem
eru sömu þjóðar, eiga að finna hver annan í frjálsu sam-
félagi. Hér í Svíþjóð liöfum við bezt skilyrði fyrir slíkum
grundvelli. Verið getur, að það verði stórvirki okkar að
skapa hann. Framundan er markið mikla, hlutverkið
stóra og dýrlega: sænska þjóðin — þjóð guðs.
Við stóðum frammi fyrir kirkju Svíþjóðar. Hún stóð
þar nieð krossinn hæst uppi. Og krossinn kallaði niður
til okkar kirkjuhugsjónina: Sænska þjóðin — þjóð guðs.
Nú er klukkunum hringt. Látum oss ganga iun og berjast