Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 62
Prestafélagsritið.
»EN ER BIRTI AF DEGI —«.
Prédikun á annan sunnudag eftir páska, flutt í Fríkirkjunni
4. maí 1919.
Eftir Harald prófessor Nielsson.
»Pá segir Símon Pétnr við þá: l£g fer út að fiska. Peir
segja við hann: Pá komum vér líka með þér. Peir fóru af
stað og stigu í bátinn, en þá nótt fengu þeir ekkert. En er
birti af degi, stóð Jesús á ströndinni; þó vissu lærisveinarnir
ekki, að það var Jesús. . . . Hann sagði þá við þá: Leggið
netið hœgra megin við bátinn, og þér munuð verða varir.
Peir lögðu þvi netið, og gátu nú ekki dregið það fyrir fisk-
mergðinni. Pá segir lœrisveinn sá, sem Jesús elskaði, við
Pétur: Pað er drottinna (Jóh. 21, 3—7).
Alveg sérstakur blær hvílir yfir sunnudögunum milli
páska og uppstigningardags. Það er sem andi hins upp-
risna svifi yfir því tímabili kirkjuársins með einstökum
hætti. Það er sannur vortími í meira en einum skilningi.
Sum af þeim guðspjöllum, sem þá sunnudagana hafa
verið lesin í kirkjunni, segja frá þvi, hvernig hann birtist
lærisveinum sínum þann tímann, þótt hinna gæti meira,
sem segja frá fyrirheitinu um sending andans. Allar þær
opinberanir hans voru til þess gerðar, að festa sem bezt
í hugum þeirra vissuna um hina nýju dagrenning vonar-
innar, er páskarnir höfðu vakið. Og texta minn í dag
hefi ég valið úr einni frásögunni um það, hvernig hann
kom til lærisveina sinna, er þá minst varði. Það er Jó-
hannesar-guðspjall eitt, sem segir þá söguna.
Sjö af lærisveinunum voru saman norður við Tíberías-
vatnið, sem oftast er nefnt Genesaretvatn í Nýja testa-
mentinu. Símon Pétur er foringinn og segir við hina: »Ég