Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 113
Prestafélagsritið.
Kirkja íslands.
107
staklingunum, og verði hún þann veg fóstra, sem leiðir
þjóðina til siðferðilegs þroska.
Loks verður að nefna þegnfélagskröfurnar, sem nútím-
inn gerir til kirkjunnar.
Kirkjan á að ná til allra stétta og vera allra vinur og
hjálpa öllum í þjóðfélagsbjdtingum og erfiðleikum lífsins.
Áður gálu prestarnir miklu betur en nú náð til hvers
einstaks manns og allra stétta. Meðan prestaköllin voru
mörg og smá, og engir kaupstaðasöfnuðir, gat sérhver
samvizkusamur prestur verið hverjum manni í söfnuði
sínum eitthvað, og þegnfélagsvandamál nútímans þektust
þá eigi.
Nú er aðstaðan breytt, en nútíminn þarfnast hjálpar
kirkjunnar, ekki eingöngu um guðsdýrkun, heldur einnig
á mörgum öðrúm sviðum, í baráttunni við aíleiðingar
syndarinnar og erfiðleika lífsins. Nútíminn þarfnast ekki
eingöngu hjálpar hvers einslaks prests og hvers einstaks
safnaðarmanns, heldur allrar kirkjunnar sem heildar. Það
er þörf á skipulagðri starfsemi kirkjunnar öllum þeim til
hjálpar, sem bágstaddir eru eða kúgaðir, eða á einhvern
hátt þarfnast þess, að þeim sé rétt bjálparhönd í erfið-
leikum þeirra.
Það er þörf á skipulagðri hjálp kirkjunnar, og margir
óska þess líka. Sem dæmi má nefna, að verkamaður einn
í Reykjavík sneri sér í sumar til prestasteínunnar með
bæn til kirkjunnar um aðstoð hennar til að fá afnumda
helgidagavinnu í bænum, og bar einn af prestum bæjar-
ins fram erindi hans. Telur þessi verkamaður sig bera
þetta mál fram fyrir hönd margra stéttarbræðra sinna, og
lýsti hann því, að helgidagavinnan hefði haft skaðleg áhrif
á heimili margra verkamanna. Prestastefnan tók með gleði
hina framboðnu hönd og ákvað að reyna samvinnu við
verkamannafélög bæjarins til þess, að málið næði fram að
ganga. —
Vonandi mun hinu nýstofnaða prestafélagi takast að