Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 135
(Prestafélagsrilið.
Prestsetrin.
129
•er um að ræða eru prestsetrin. Að þau ættu að vera mikil
Munnindi fyrir prestinn, er víst nokkuð, sem öllum kem-
ur saman um. En liitt er líka satt, að það er fjöldi presta,
sem telja prestsetrin þungan bagga, sem þeir hafa í eftir-
■dragi og fegnir vilja losna við. Og þetta er, því miður,
ængan veginn að ástæðulausu. fví að ég hugsa, að það
væru fleiri en prestarnir, sem þætti það hart lögmál, að
■bj'ggja fyrir eigið fé hús á annara eign, sem þeir síðan
ættu ekkert í, og að kosta til margvislegra jarðabóta, sem
þeir fá ekkert fyrir, og mega þakka fyrir, ef þeir ekki
•þurfa að gjalda eftir, þegar jörðin hækkar við nýtt mat.
Slík »hlunnindi« er ekki að furða, þótt flestum finnist
vafasöm. En af þessu leiðir ekki það, að prestsetrin eigi
að falla burtu; hitt liggur nær að koma þeim í það horf,
að þau geti samsvarað kröfum tímans. Eg hefi reynt að
gera grein fyrir, hvernig það að minni hyggju mætti tak-
ast, og ég held, að erfiðleikarnir yrðu liarla litlir, þegar
framkvæmdirnar kæmu smátt og smátt. Eg tel landsjóði
•það alveg útlátalaust, að veita bverju prestsetri grasnytjar-
réttindi, þar sem um slíkt getur verið að tala, en hjá
hinu finst mér alls ekki verði komist, að heimta, að
landssjóður byggi fyrir sitt eigið fé þær byggingar, sem
eiga að vera hans eigin eign og standa á hans eigin jörð-
um. Mér finst réttur prestanna vera svo sjálfsagður til
slíks, að ekki verði vefengdur. Og réttur þeirra til þess
að njóta þeirra hlunninda, sem tún og grasnyt eru, án
endurgjalds, virðist mér bersýnilegur, þar sem þeir ann-
ars, alveg að ástæðulausu, eru ekki aðeins settir skör
lægra en allir aðrir embættismenn, heldur eru þeir einu,
sem dregið er af dýrtíðaruppbót við, væntanlega þó vegna
einhverra hlunninda, sem þeir einir njóta.
Eg finn ekki ástæðu til þess að lengja þetta mál úr
því sem hér er orðið; aðeins vil ég minnast á eitt lítils-
háttar atriði, sem enn rökstyður kröfu prestanna til sér-
stakra hlunninda auk launa sinna, og það er, að þeir nú
eru einu embættismennirnir, sem sérstakur embættiskostn-
Prestafélagsritið. 9