Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 10
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
5
þeim er hann unni, og undirmönnum sínum hollur og
nærgætinn yíirboðari, sem því og átti vinsældum að fagna
hjá öllum þorra presta þeirra, sem undir hann voru gefnir,
þótt hann væri á hinn bóginn einatt strangur eftirlits-
maður um hag kirkna og vandlætingasamur um hegðun
og embættisrekstur kennimanna. En hann var jafnframt
eins og ég áður vék að, ærið geðríkur maður og ráðríkur,
þoldi illa mótgerðir annara, og var málafylgjumaður meiri
en jafnvel holt var manni í hans stöðu. Auk þess mun
hann ekki hafa verið með öllu laus við drykkjuskap,
þennan höfuðlöst samtíðar sinnar. Að sjálfsögðu hefir það
ekki þótt sérlegt tiltökumál á þeim tímum, þar sem allir
drukku meira og minna og alt landið flóði í brennivíni, þótt
einn biskup staupaði sig í viðlögum eins og aðrir. En þó
má gera ráð fyrir því, að það hafi gert honum erfiðara fyrir
en annars hefði verið, að hefjast handa gegn þessum
þjóðarlesti, sem svo miklu illu kom til leiðar með þjóðinni.
Og ekki er ólíklegt, að hann hefði staðið betur að vfgi
gagnvart því svolamenni Oddi lögmanni, sem var mesti
drykkjumaður, ef biskup hefði sjálfur þar haft fullkom-
lega hreinar hendur.
En þrátt fyrir þetta — þótt hann bæði í þessu tilliti og
mörgu öðru væri barn sinna tíma, þá hafði hann að geyma
guðhrædda sálu og innilega trúhneigða. Og þar sem hann
jafnframt var sá afburða gáfumaður sem liann var og
gæddur alveg einstakri mælsku, þá er sízt að furða þótt
hann áynni sér nafnfrægðina mesta sem kmnimaður. Enda
er það þetta samanlagt sem skapað hefir honum frægðar-
orðið sem mesta kennimannaskörungi íslenzkrar kristni á
öllum öldum. Því að þann heiður á Jón Vídalín og það
lof verður aldrei frá honum tekið. Og hann er ekki að-
eins mestur kennimannaskörungur með íslendingum á þeim
tímum, heldur einnig um öll Norðurlönd. Ég hefi reynt að
kynna mér þá hluti eftir föngum og niðurstaðan orðið sú,
að sem mælskur og andrikur prédikari sé Jón Vídalín