Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 47
42
Hannes Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
hann hafði samið, af grafskriftinni1) og spyr hann um,
hverskonar minnismerki ætti að reisa yfir biskup, það
mundi verða of kostnaðarsamt úr steini, en gæti verið
úr tré með útskurði, annaðhvort maður með bók í ann-
ari hendi og dauðann í hinni, eða aðeins fjöl með dauða-
mynd ofan á og áletran á báðum hliðum, latína annars
vegar og íslenzka hins vegar, eða þá á einhvern enn ann-
an hátt, sem J. Þ. vill fá álit séra Hjalta um, því að
hann geti bezt um þetta dæmt, en séra Hjalti var smekk-
vís maður og málari. »Þetía ætti að vera gert fyrir löngu«,
segir Jón, »en hvar er mannræna þeirra, sem mest áttu
að virða við biskup Vídalín?« Af öðru bréfi Jóns Þor-
kelssonar til séra Hjalta 22. maí 17492) sést, að hann
hefir svarað honum einhverju um minnismerkið, en Jóni
þykir það ekki fullnægjandi, og ekki víkja að því, hvernig
minnismerkið eigi að vera; vill liann því fá nánari upp-
ástungur um þetta frá séra Hjalta, en ekkert er frekar um
þetta kunnugt. Var séra Hjalti þá og kominn í elli (hálf-
níræður) og andaðist snemma árs 1754, 89 ára gamall.
Ekki er mér kunnugt um, að þessi hugmynd — um
minnismerki við Sæluhús yfir Jón biskup — hafi síðar
verið tekin upp.
1) Petta grafletur þekkist nú ekki.
2) Pessi tvö bréf Jóns til séra Hjalta, 1748 og 1749, eru í frumriti í Ríkisskjala-
safni Dana og prentuð í Æfisögu Jóns skólameistara, Rvik 1910, II. B. bls. 143—
147.