Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 92
Prestafclagsritið.
Símon Pétur.
87
vitnað í spádóminn: »Eg mun slá hirðinn, og sauðirnir
munu tvístrast«, og hve honum gramdist það, að Jesús
skyldi heimfæra þetta upp á þá; þeir mundu einnig tvístr-
ast og lineykslast á honum í mótlætinu. Og vægðar-
laust kemur hann með þessi þóttafullu orð sjálfs síns:
»Þótt allir hneykslist, þá skal það ekki mig henda«. Og
þegar Jesús svo snj’r þessu beint að Pétri sjálfum, eins
og hann segði: »Jú, það ert nú einmitt þú, sem munt
hneykslast og afneita mér og það nú strax í nótt, — þá er
hann, eins og oftar fljótur að hitna, fljótur að fullyrða:
»Pó að ég ætti að deyja með þér, mun ég alls eigi afneita
þér«. — Vér getum ímyndað oss þann skóla lífsins, sem
Pétur er búinn að gegnum ganga, að hann skyldi geta
látið svipuna dynja svona vægðarlaust á sjálfum sér, og
kemur hér enn eitt atriði, sem lýsir Pétri vel. Sagan sjálf
gerir það. Hún sýnir oss enn fljótfærni Péturs, en um leið
einlægni og ást, því ekki þarf að efast um, að þetta hefir
verið Ioforð, gefið af heilum huga, þó að misbrestur yrði
á efndunum. En svo kemur þetta að auki, sem lýsir hon-
um ekki minst, að hann skyldi draga þelta svona vægð-
arlaust fram, þegar þess var von, sem á eftir fer. Vér
hljótum að hugsa oss að hann hafi oft svitnað er hann
dró fram þessa smánarsögu sína, hvernig hann reyndist
er mest lá á. En sárar hefir þó brunnið eldur samvizk-
unnar yfir verkinu sjálfu, svo sárt, að það er eins og
hann njóti þess að setja sig þarna beran og nakinn fram
fyrir alla, þegar hann svo fer að lýsa því með þessari
einstöku nákvæmni, hvernig hann ávalt fastar og fastar
neitaði, að hann þekti þennan mann, þangað til augnaráð
meistarans kipti honum upp úr djúpinu, sem hann var
að sökkva í, eins og hönd hans hafði áður kipt honum
upp úr bylgjunum.
Ef til vill mætti nú segja, að þessar frásögur mætti
rekja til sömu heimildarinnar, og því sé ekki fullkomlega
mark takandi á því, þó að svona líkt sé sagt frá Pétri.
En nú vil ég geta um eina frásögu, er lýsir Pétri með