Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 68
Prestafélagsritið.
»En er birti af degi —«.
63
heima að hvílu minni, sjá, þú ert þar . . . og þótt ég
segði: »Myrkrið hylji mig og Ijósið í kring um mig verði
nótt«, þá mundi þó mjrrkrið eigi verða þér of myrkt«. Það
er þetta, sem þjóðirnar hafa verið að gera undanfarin ár:
þær hafa látið myrkrið hylja sig og ljósið kringum sig verða
nótt. Og þá löngu og dimmu nótt fengu þær ekkert. En
jafnvel það myrkur er guði ekki of myrkt. Vér erum staddir
í dimmunni, þegar elda tekuraftur. Bráðum lýkst Ijóshlið-
ið upp á austurloftinu og morgungeislarnir brjótast fram.
»En er birti af degi, stóð Jesús á ströndinni; þó vissu
lærisveinarnir ekki, að það var Jesús«. Á ekki þjáð
kristnin enn eftir að verða fyrir hinni sömu reynslu eftir
hina löngu nótt? Er ekki sú dagrenning í undirbúningi
og aðsigi? Getum vér hugsað oss, að nokkur meiri gæfa
geti hlotnast mannkyninu, eins og nú er ástatt fyrir því,
en þetta, að þegar birtir eftir nótt styrjaldar og langvinnra
þrauta, þá standi Jesús á ströndinni — jafnvel þótt læri-
sveinarnir viti ekki í fyrstu, að það er hann? Standi þar
með einhverjum tilfinnanlegri hætti en áður, svo að áhrif
hans verði enn merkjanlegri en þau hafa verið nú um
langan tíma? Vér, er á hann trúum sem ríkjandi í ljós-
heimi guðs, getum ekki efast um, að hann hugsi enn mest
um kristnina, þegar hún er verst stödd. Það er næsta eðli-
legt, að hin fornhelga trú á endurkomu hans með ein-
hverjum hætti lifni enn af nýju. Hann er enn von ver-
aldarinnar. Og í svo miklar ógöngur eru kristnar þjóðir
komnar, að það er ekki neitt undarlegt, þó að margir
treysti anda hans eins til að ráða fram úr þeim vand-
ræðum. Það er fleira en kirkjan, sem þarfnast þess, að
endurfæðast af anda hans. Stjórnmálin þarfnast þess. Við-
skiftalífið þarfnast þess. Uppeldismálin þarfnast þess. Heim-
urinn íinnur til þess nú betur en nokkru sinni áður, að
enn hefir aldrei verið gerð nein almenn tilraun til þess,
að leiða hugsjónir hans í framkvæmd í lífi þjóðarheild-
anna og þeirra í milli. Kristnin hefir aldrei enn gefið
anda hans færi á sér, til þess að lofa honum að breyla