Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 89
84
Magmís Jónsson:
Prestafélagsritið.
taug og hvern vöðva, yndisleikur alis þessa töfrar hann
gersamlega, og hann getur ekki verið athafnalaus. Honum
er þetta forsmekkur sælunnar í guðsrikinu, þar sem hann
þráði að mega sitja við hlið meistara síns. Og hann
hrópar upp: »Ó, hér er gott að vera. Hér vil ég mega
dveija alla stund með ástvini mínum og herra. Við skul-
um reisa hér tjaldbúðir handa ykkur, svo að við megum
vera hér alla tíma«. En svo, þegar hann er að segja frá
þessu, þá minnist hann alt í einu, hvað þessi rödd hans
þarna var bjáróma við dj'rðina, sem umhverfis ríkti, eins
og þegar maður finnur sjálfur, að maður er að tala upp
úr svefni. Og eins og ott vill verða, vaknaði hann upp af
þessum fagra draumi við sína eigin rödd, og hann bætir
við: »Ég vissi ekki, hvað ég var að segja«. Hann hafði
verið of fljótur á sér. Gegnum margar þrautir ber inn að
ganga í guðsríkið. Dalurinn, með starfinu og stritinu, of-
sóknum og þjáningum, beið hans fyrst, í stað unaðarins
á fjalli dj'rðarinnar. — En hver var nú yfirsjón Péturs?
Ekkert annað en það, að kærleikur hans fer með hann
í gönur. Það er ótaminn kærleikur. Hann þurfli tamningu
lífsins, en upplaginu þurfti ekki að breyta.
Einu sinni komst Pétur jafnvel svo langt, að Jesús á-
varpaði hann ineð nafninu »Satan«, og hafði við hann
nákvæmlega sömu orðin og við freistarann i ej'ðimörk-
inni: »Vík frá mér, Satan«. En jafnvel hér er ástæðan
til lirösunarinnar sú sama: taumlaus kærleikur hans til
meistarans og umhyggja fyrir honum. Það var í sama
skiftið, sem hann hafði gert játninguna: »Þú erl Kristur«
og fengið fyrir það þann vitnisburð, að hann væri sæll,
því að hold og blóð hefðu ekki opinberað honum þetta.
Þá er sagt, að Jesús hafi farið að segja þeim, að fyrir
sér lægi að verða útskúfað af þjóðinni, og að hann mundi
verða að láta lífið. Hinir postularnir sýnast hafa orðið
alveg höggdofa og orðlausir af því að heyra þelta. En
Pétur er of stór til þess að bugast. Einmitt við þetta
blossar kærleikur hans til Jesú því hærra upp í brjósti