Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 53
48
Hannes Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
band blessaði droltinn af bæðum með margfaldri blessan,
og sér í lagi með einum lífs ávexti A2_ 1703 þann 7. Nov-
embris og aftur 1705 nóttina milli þess 6. og 7. Nov-
embris gaf guð þeim eitt barn að nafni Solveig, hver
tvö börn guði þóknaðist að láta ekki lengi saurgast af
þessum heimi, tók þau því bæði burt, og þetta síðara
þá það var tveggja ára gamalt, til sinnar eilífrar dýrðar,
hvar þau nú syngja: heilagur, heilagur, heilagur ertu
drottinn guð Zebaoth.
Hvað viðvíkur vors sæla og í guði blessaða herra
biskups loflegu framferði, þá er það með sanni að segja,
að í sinni daglegri umgengni var hann einn lítillátur herra
og hógvær, gestrisinn og stórgóðgerðasamur við einn og
sérhvern meiri háttar og minni, en þó sérdeilis við fá-
tæka og nauðstadda guðs vesalinga, svo nær og hvar
hann sá þá, aumkaðist hann af hjarta yfir þeim með
ölmusum og útlátum.
Lærdóminn elskaði hann og iðkaði, ekki einasta sjálfur,
heldur hélt þar til öllum þeim, sem honum áhangandi
voru. Sjálfur var hann ypparlega forfarinn í tungumálum,
heimspekinni og historiunum, og allra helzt í heilagri
ritningu, svo hann var hinn hálærðasti maður hér í landi,
hvað allir játa mega. í sínum embættispörtum var hann
sérdeilis kostgæfinn, röggsamur, yandlætingasamur með
skynsemi í guðsótta, hollur og lieilráður öllum þeim, sem
til hans þar um leituðu, gefandi ávalt fljótt og einlægt
svar, og jafnan af alúð stundandi það, sem guði mætti
verða til dýrðar, kristilegri kirkju til uppbyggingar og
föðurlandinu til hins bezta, hvað alt sýna og staðfesta
hans loflegu skrif, sem ég sérdeilis vil tilnefna.
lfL Útlagði hann alt nýjatestamentið úr grísku, og þar til
var hann að miklu leyti búinn að gera útskýring þar yfir,
en entist þó ei til að fullgera hana; samt sem áður hefir
hann á þessu sumri bréflega umbeðið hans exellence hr.
stiftbefalingsmanninn yfir íslandi, admiral Raben, að
hann vildi fyrir sína megtugu meðalgöngu hjá hans kongl.