Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 11
6 Jón Helgason. Prestafélagsritiö.
höfði hærri öllum samtíðarmönnum sínum um öll Norð-
urlönd.
Til þess að skara fram úr samlöndum sínum í kenni-
mannastétt á þeim tímum, þurfti ekki beinlínis afburða-
mann. í*vi að eftir því sem næst verður komist hefir ís-
lenzka kirkjan átt fátt slíkra manna um hans daga, er
'verulega kvæði að í þeirri grein. Hið sama er í rauninni
að segja um alt tímabilið frá siðabót fram til lians tíma,
og meira en það, fram á 19. öld. Jón Vídalín stendur
þar eins og klettur úr hafi.
Annars er allmiklum erfiðleikum bundið að gera sér
ábyggilega grein þess, hvernig prédikað hafi verið á ís-
landi á öllu þessu límabili, svo nauðalítið sem til er af
prentuðum prédikunum frumsömdum fyrir daga Vídalíns.
Hið helzta sem maður í þeirri grein hefir við að styðjast,
eru líkprédikanir, fluttar við útfarir heldri manna. En því
má nokkuð á þeim byggja, að meginhluti þessara lik-
prédikana, sem sé »útlegging textans«, var hvorki að efni
til né sniði frábrugðinn venjulegum stólræðum. Má því
ráða af þeim með nokkurn veginn vissu hvernig prédikað
hafi verið á íslandi á tímabilinu áður en Vídalín kemur
fram, að minsta kosti í höfuðdráttunum. Fyrsta sameigin-
lega einkenni þeirra var hið óhæfilega tillitsleysi til tíma
og rúms, þ. e. slík lengd og breidd, málalengingar og
mærð, að kjmslóðir þeirra tíma hafa hlotið að vera gæddar
náðargáfu þolgæðisins á margfalt hærra stigi en almenn-
ingur á vorum tímum. En því næst var sjálft efnið: aðal-
lega trúfræðilegar og biblíufræðilegar útlistanir, þrungnar
af lærdómi, er sjaldnast kom nálægt lífinu, eins og það
er almennast lifað, oftast nær fluttar á háfleygu rósamáli
eða með óeiginlegu líkingatali, með fjölda biblíutilvitnana
— og alt þetla framsett með nákvæmri niðurskipun
efnisins, yfirskiftingum og undirskiftingum og undirskift-
inga undirskiftingum. Af hinum mörgu biblíutilvitnunum
og þá ekki síður af sjálfum útlistunum efnisins, mætti
álykta, að prestastétt þeirra tíma hefði búið yfir talsverð-