Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 18
Preslafélagsritið.
Jón Vídalín.
13
fljúga með höndunum, æða með fótunum, hún skekur og
hristir allan líkamann og aflagar, svo sem þegar hafið er
uppblásið af stórviðri. Og í einu orði: hún gerir manninn
að ófreskju, að holdgetnum djöfli í augum þeirra, sem
heilvita eru. Og ef hún afskræmir ásýnd mannsins fyrir
öðrum mönnum, hvernig mun hún þá ekki afmjmda sál-
ina í guðs augliti? Segið mér: Hvílíkur djöfull mun þar
inni búa, þar álit mannsins verður hið ytra svo af-
skræmt!« »Sá, sem drekkur óforvarandi nokkuð banvænt,
hann má sjá til hvernig hann fái því ælt upp aftur, það
fyrsta hann verður þess var, annars er dauðinn vís. Svo
er og í þessu. Hendi nokkurn þá ávirðing, að reiðast
bróður sínum, þá sjái hann til, að hann fái heiftina á
brott rekið það fyrsta, hann verður heilvita aftur og kemur
til sjálfs sín, annars myrðir liann sálu sína; hann myrðir
einn mann í hjarta sínu, svo oft sem hann minnist með
heiftrækni á það, sem við hann var ofgert, svo oft sem
hann æskir hefndar yfir óvini sínum, svo oft sem hann
fagnar yfir þeirri hefnd, er hann allareiðu hefir fengið
3'fir sínum náunga«. Vafalaust hefir Vídalín, jafn-skapstór
maður og hann var sjálfur, þekt reiðina af eigin reynzlu,
frá eigin brjósti. Fyrir þvi gat hann lýst henni, áhrifum
hennar og afleiðingum jafn vel og hann gerði. —
En Vídalín lifir of mikið í sjálfum virkileikans heimi
til þess, að honum nægi það í almennu máli að taka til
meðferðar einstaka skaplesti mannanna, eins og þeir birt-
ast í breytni þeirra. Til þess er of mikið af spámanns-
andanum í honum. Svo að enginn geti sagt: það kemur
ekki mál við mig! snýr hann sér líka að einstökum stéttum
manna og átelur það, sem honum finst aðfinningarvert í
fari þeirra, ekki síður en þjóðarinnar í beild sinni, sem
einatt fær þungan dóm hjá honum.
Fað er hvorttveggja að íslenzka þjóðin var ekki síður
siðferðilega en efnalega djúpt sokkin á dögum Vídalíns,
enda sker hann ekki utan af því, sem hann segir henni
til syndanna. Það sýnir bezt kafli sá úr prédikun á 5.