Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 28
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
23
þar andar á móti manni, og á sögupersónum þess. Að
bann sérstaklega hefir mætur á spámönnunum, er vafa-
laust engin tilviljun. Hann finnur þar skyldleikann með
sínu eigin hjarta og hjörtum þeirra, það er sama þráin, sem
fyllir hvortveggju, sömu tilfinningarnar heilagrar vand-
lætingarsemi vegna drottins, sem verma hjörtu þeirra og
hjarta hans, sami arineldurinn, sem hjá þeim logar. Og
þetta stendur aftur í eðlilegu sambandi við það, að Vídalín
er og vill um fram alt vera yfirbótar- og afturhvarfsprédikari
fyrir sína kynslóð. Að hann er sér þessa vitandi sjálfur,
sést á einkunnarorðunum, úr Esaj. 40. 6—8, sem hann
hefir valið húslestrarbók sinni: »Heyr, einhver segir:
»Kalla þú!« Og ég svara: Hvað skal ég kalla? '»Alt hold
er gras, og allur yndisleiki þess sem blóm vallarins. Grasið
visnar blómin fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega,
mennirnir eru gras: Grasið visnar, blómin fölna, en orð
Guðs vors stendur stöðugt eilíflega«. Vitnisburður Vídalíns
á yfirleitt meira skylt við prédikun Jóhannesar skírara
en jákvæða fagnaðarerindisprédikun. Hann er og vill vera
rödd hrópandans í óbygðum íslands. Honum er tamara
að veifa lögmálssvipunni en beint að hugga og gleðja
með orði fagnaðarerindisins. Prédikun hans er miklu
fremur kristileg afturhvarfsprédikun en beinn vitnisburður
um hjálpræðið í Kristi Jesú, enda þótt Vídalín vilji ekkert
annað vita til sáluhjálpar en Krist krossfestan, lifi sjálfur
í hjálpræði hans og viti ekkert hjálpræði annað, er boð-
legt sé syndugum mönnum. En vitnisburðurinn um Krist
verður aldrei sú þungamiðja kenniugarinnar hjá honum,
sem alt snýst um og fyrst af öllu blasir þar við manni.
Og þótt prédikun Vídalins sé að einu leyti Krists-prédikun
engu að síður, þá verður hún þó aldrei Krists-prédikun í
þeim skilningi, sem vorir tímar tala um hana. Þar kemur
það aftur í ljós hve innlífaður hann er öllum trúaranda
rétttrúartímabilsins. Jesús Kristur guðspjallanna, svo sem
hann umgekst holdi klæddur hér á jörðu, er ekki svo
mjög efni Krists-vitnisburðar hans, sem Kristur í dýrðinni,