Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 152
146
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsriti^
quist fyrir stúdentunum, og prófessor Einar Billing lagði
blessun sína yfir krossferðina með mjög fallegri ræðu.
Þá var líka sunginn í fyrsta sinn hinn fagri sálmur J. A.
Eklunds biskups: »Fádernas kyrka«, sem ortur var í til-
efni af krossferðinni, og síðan hefir verið einskonar her-
söngur ungkirkjumanna. Síðan skildust leiðir, og stúdent-
arnir gengu út á meðal fólksins tveir og tveir og prédik-
uðu. Þetta sumar voru krossfararnir 56 og allir frá Upp-
sölum. Um sumarið fóru þeir um flest héruð Svíþjóðar,.
nema þau syðstu og nyrztu.
Hvernig stúdentarnir sjálfir litu á krossferðina og til-
drög hennar, og hvernig þeim var innan brjósts, verður
bezt séð á skýrslu þeirra um haustið. Far segir meðal
annars:
»Öldur síðustu líma hafa verið brotsjóar andlegra bylt-
inga. En allar virðast þær vinna saman að því, að vekja
alla lcristna áhugamenn til meðvitundar um, að þeir verða
að bera andlega neyð allrar þjóðarinnar fyrir brjósti . . .
og að við sem þjóð þörfnumst andlegrar endurfæðingar.
Og það er fyrir slíka kristilega og þjóðlega hreyfingu,
sem við höfum viljað starl'a með krossferð okkar í sumar.
Að við voguðum að hlýða áskoruninni um þátttöku í
henni, stafaði um fram alt af þeirri innri þróun, er síð-
ustu árin hafa borið í skauti sínu. Hér í Uppsölum hafa
þau verið tími innilegs kristindóms. Máttgara en fyr hefir
guð talað til okkar í okkar eigin sveit í persónu þeirra,
er hann hefir lil þess valið. Pað var einskonar vakning,
er greip okkur marga og setti svipinn á starf félags okkar.
— Sá kristindómur, er knýja skal til starfa, verður að vera
meira en lífsskoðun, hann verður að eiga rót í því insta
í persónulífinu, vera frelsun. — Andlegt líf olckar hefir
tengst kirkjunni fastar og fastar. — Okkur hefir orðið
ljóst gildi hennar fyrir þjóð okkar á liðnum öldum, orðið
Ijóst, hvernig hún hefir fóstrað þjóð okkar kynslóð eftir
kynslóð. — Þróttmikið kirkjulif hér í Uppsölum hefir haft
mikið gildi fyrir okkur. Við höfum einnig lært betur að