Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 31
26
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
herra, hjálpa þú trúarleysi mínu« og farast þar orð á
þessa leið: »En veik trú er þó trú; einn eldneisti er þó
eldur; ein lítil perla glansar svo sem perla, eins skín ein
veik trú í augum guðs svo skært svo sem þó hún væri
sterkari, því að trúin er aldrei vort verk, lieldur hans
anda. . . . Látum hann ráða mælingu hennar, hann mun
ekki sitt eigið verk óvirða, en látum þó ekki af að næra
hana með iðulegri bæn og andvarpan. . . . Víst er að
ein veik hönd tekur eins við ölmusu svo sem ein full-
hraust, og eins vel umfaðmar ein veik trú Krists forþén-
ustu svo sem fullörugg, því að guðs kraftur fullkomnast í
breyskleikanum«. — —
En meistari Jón er ekki að eins lærður í trúarlegum
fræðum; hann er einnig prýðilega að sér á flestum öðrum
sviðum þekkingarinnar og stendur meira að segja mjög hátt
í almennri mentun sinna tíma. Einkum er hann þó, sem
fyrsegir, nákunnugur fornaldarrithöfundunum sigildu, bæði
sagnfræðingum, skáldum og heimspekingum. Hann vitnar
í þau engu síður en í hin heilögu rit biblíunnar og hinar
kirkjulegu bókmentir fornaldar og miðalda. Það leynir sér
ekki, að Vídalín ber dýpstu lotningu fyrir andanum og vit-
inu af hvaða vörum sem það talar. Og þegar hann vitnar
til orða þessara spekinga og fræðimanna, þá nefnir hann
venjulega nöfn þeirra engu síður en postula og spámanna.
Hann vitnar í Sókrates, Plató og Aristoteles, í Hómer,
Hórats og Virgil, í Plautus og Lúkían, í Ciceró og Seneka,
í Heródót, Plútark, Jósefus, engu síður en í kristna rit-
höfunda eins og Atanasius, Hierónýmus, Krýsostomus,
Súlpicius Severus og Gregor mikla, alt niður að Lúter.
Og hann kryddar ræðu sína einatt með skýrandi smá-
sögum (anekdótum) úr ritum þeirra til skilningsauka
heyrendunum og til að festa þeim í minni, það er hann
vill leggja þeim á bjarta. Aftur á móti hefi eg hvergi rekið
mig á tilvitnanir í fornsögur vorar og má það í rauninni
merkilegt heita um jafn íslenzkan íslending og Vídalín er
að allri mótun og upplagi, og því merkilegra sem ýmsar