Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 145
í’restafélagsritið.
UNGKIRKJUHREYFINGIN SÆNSKA
OG SIGTÚNASKÓLINN.
Eftir Arnór kennara Sigurjónsson.
I.
Ef við virðum fyrir okkur menningu síðustu tíma,
"\’erða fljólt ljós einkennin. Fað hefir verið uppgangsöld
ytri menningar. Það hefir verið stórhuga öld og stórbrotin,
þrungin af framsækni og vaxtarþrá. Þessi framsækni og
vaxtarþrá hefir leitað út, leilað sér framrásar í ytri bar-
áttu, framkvæmdum og fyrirtækjum. Arði starfs og fyrir-
tækja hefir meir en nokkru sinni fyr verið varið til fyrir-
tækjanna sjálfra, til þess að þau gætu vaxið og þanist út,
og manngildið mjög eflir því metið, hve mikið menn hafa
getað haft um sig. Sérhver smákaupmaður hefir stefnt að
því, að gera verzlunina sína að stórverzlun, og sömu lög
hafa ráðið í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði og hvar, sem
litið er inn á svið atvinnu og framkvæmdalífs. Sérhver
stjórnmálaflokkur hefir viljað vera framsóknarflokkur. Og
'þessi framsækni er einkum fólgin í því, að hrinda af stað
fyrirtækjum, sem stuðla að auknu starfi og auknum hraða
i þjóðlífinu.
»Aðeins ein tíð er betri en nútíðin og það er framtíðin«,
hefir verið grundvallarsetning ríkjandi lífsskoðunar. Fram-
iþróunarkenningin hefir sett þar alt mótið á. íslenzka
nafnið á henni er engin tilviljun. Það er reglulegt van-
smíði frá málfegurðar sjónarmiði. En það endurspeglar
svo ljóslifandi fyrirheitin og draumsjónirnar, sem menn
íbundu við hana, einkunn tímans og hugsunarhátt. Þróun
var of kyrlátt, ekki nógu eggjandi. Fram — einkunnar-
■orði tímans — varð að skeyta framan við. — Svo blind
hefir trúin á framþróunina verið, að allflestir hafa skoðað