Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 147
Presiafciagsiitið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
141
inni svo undirgefnir sem nú«, segir frægur þýzk-sviss-
neskur uppeldisfræðingur Fr. W. Foerster í nýlegri bók
um sjálfsmentun og uppeldi. Þrátt fyrir alla alúðar-við-
leitni hafa þjóðfélagsmálin orðið vandræðamál meir og
meir og hugsandi mönnum það ljósara og ljósara með
hverju ári, að fullkomið skipulag og lög stoðaði ekkert,
ef ekki væri siðferðis- og skapgerðarmenning einstakling-
anna að byggja á. Og svo kom ófriðurinn mikli eins og
reiðarslag yfir framfaratíma og ríkjandi mentastefnu. Og
því reiðarslagi fylgdi elding svo björt, að ekki var annað
unt, en sjá fánýti ytri menningarinnar einnar saman.
Sú skoðun ryður sér óðum til rúms meðal hugsandi
manna um uppeldis- og mannfélagsmál, að nú sé það
innri menningin — siðferðileg endurfæðing og persónu-
þroski —, sem leggja verði alla aðaláherzlu á, ef menning
hvítu mannanna á ekki að hrapa í feigðargjána. Og nú
hefir athygli manna meir en fyr leiðst að eldri hreyfingum
í þessa stefnu. Og þó að ófriðarstórhríðin hafi að mestu
farið fram hjá okkur íslendingum, þá er hér ekki síður
athugunarefni fyrir okkur en aðra. Lífvænlegustu hreyf-
ingum í þessa átt verðum við að kynnast vel og rækilega,
þótt ég sé sannfærður um, að við eigum síðan að fara
eigin vegi.
II.
Sterkasta og alvörumesta hreyfingin hér á Norðurlönd-
um eftir aldamótin, sem leitast hefir við að hrinda þróun
menningarinnar inn á við, er vafalaust ungkirkjuhreyfingin
sænska. Hún hefir þegar markað svo djúp spor í sænsk-
um kirkju- og mentamálum, að ekki verður fram hjá
henni komist, ef menn vilja skilja mentalíf Svía nú að
nokkru gagni.
Hreyfingin byrjaði meðal stúdenta í Uppsölum 1907 —
1909. En auðvitað átti hún mikinn aðdraganda. Hér
verður ekki grafið fyrir allar rætur hennar. Til þess liggja
þær alt of víða í samtíða menningu og djúpt í sænsku