Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 142
136
Þórunn Richardsdóttir:
Prestaíélagsritift;
unni, sem varla þekkjast hér. En nú er »ísland fullvalda
riki« og hlýtur því að koma breyting á margt í þeim
efnum, sem öðrum, ekki sízt þegar sóknirnar stækka, en
prestarnir fækka.
Erlendis starfa konur á ótal sviðum í þessa átt. Fjöldi-
kvenna, einkum ungar stúlkur, kenna í sunnudagaskól-
um, sem þykja sjálfsagðir í liverri sókn. Þá eru flokkar
kvenna, sem vinna t. d. eitt kvöld í viku, sauma og prjóna,
ýmist handa fátæklingum innan sóknar eða í þágu erlends
kristniboðs, sem konur styrkja af aleíli. Þar eru einnig
iðnfélög kvenna (»Woman’s guild«) öflug mjög, og jafnan
reiðubúin að styrkja gott málefni, svo sem sjúkrahjúkrun,
sem konur annast mikið, fjárframlög o. fl. — Einhver
öflugasti söfnuður, sem ég kyntist í Edinborg, tók þátt í
öllu þessu og miklu fleiru; m. a. kostaði hann rúm í einu
sjúkrahúsi þar, og gefur út ágætt, stórt mánaðarrit. Þá
þjónaði við þann söfnuð nafnkunnur prestur, dr. Mac
Gregor, »dvergur að vexti og viti«. Orðlagður fyrir mælsku
og skörungsskap, en einkum fyrir sina ótæmandi lífsgledi,
sem sigraði allar tálmanir á vegi hans. — Ég heyrði hann
eitt sinn minnast á Hjálpræðisherinn, út af bók, sem þá
var nýkomin út, og hét (að mig minnir) »From darkest
London«. »Ég lasta ekki Booth hershöfðingja né starfsemi
hans«, sagði hann. »En alt af er hann mér þyrnir í auga,
því, að hefðu allir prestar og söfnuðir gert skytdu sína, þá
væri »the darkest of London« ekki til, og Booth hers-
höfðingi mátt snúa sér að öðru!«. — Dr. Mac Gregor er
dáinn fyrir nokkrum árum og hefir hefðarkona ein, lafði
Frances Balfour, ritað ágæta bók um hann, því að hann
var hinn merkasli maður.
Annars eru prestar þar að jafnaði glaðlegri og fjörlegri
en hér, án þess þó að glata neinu af virðingu sinni. Það
leynir sér ekki, að þeir eru að flytja fagnaðarboðskap;
tala líka mest um kœrteikann og lifið; engan texla vissi
ég eins oft notaðan og Jóh. 3, 16.