Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 109
Prestafélagsritið.
Kirkja íslands.
103
kirkjunnar eða langaði sjálfa til að ná þeirri forystu, sem
þjónar kirkjunnar höfðu lengi haft á mörgum sviðum.
Þessi óánægja kom í Ijós í fríkirkjuhreyfingunni, sem
um eitt skeið var öflug mjög og álti sér áhangendur
jafnvel innan prestastéttarinnar sjálfrar. Forgöngumenu
og áhangendur fríkirkjuhreyfingarinnar höfðu komið
auga á galla kirkjunnar og héldu, að sú væri orsökin, að
kirkjan var í sambandi við rikið og háð því. Ef kirkjan
yrði alveg frjáls og í engu sambandi við ríkisvaldið, héldu
þeir, að andlegt líf myndi blómgast og nýir tímar rísa
upp. Barátta og ýmsir erfiðleikar mundu að visu fylgja,
en þó yrðu þeir tímar miklu ávaxtaríkari og fyllri af and-
iegu lifi en verða mætti, meðan nokkurt samband væri
milli ríkis og kirkju.
Þessari baráttu fyrir frelsi kirkjunnar er enn ekki lokið,
en mildu meiri ró er nú komin á en áður, fyrir nál. 20
árum. Nú er það frjáls þjóðkirkja, sem flestir prestarnir
hafa safnast um. Nánari kynni af fríkirkjum í Vestur-
heimi hafa einkum sannfært marga um, að frikirkjan sé
ekki eins ágæt og margir höfðu ímyndað sér. Og jafnframt
hafa augu fleiri og íleiri opnast fyrir því, að ytri breyting
ein á stjórnarhögum kirkjunnar muni aldrei geta blásið
nýju lífi í söfnuðina og kirkjuna í heild sinni.
En í þessari baráttu fyrir frelsi kirkjunnar hafa veiið
sett nokkur lög, sem miða í frjálsari átt. Þar má nefna
lög um sóknarnefndir og héraðsnefndir (frá 1880 og 1907)
og lög um að söfnuðirnir kjósi sjálfir presta sína. Presta-
eiðurinn er afnuminn, en í stað þess gefur vígsluþegi lof-
orð um, að hann vilji ástunda samvizkusamlega »að pré-
dika guðs orð hreint og ómengað, svo sem það er að
finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum, og í
anda hinnar evangelisku lútersku kirkju«.
Jafnframt er, með lögum um skipun prestakalla (frá
1907), prestum fækkað niður í 105, í stað 141 samkvæmt
lögum frá 1880, en 198 voru þeir 1737. Enginn nema sá,
sem verið hefir prestur í stóru preslakalli á íslandi og