Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 26
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
21
ekki kunni að aðgreina gott og ilt«. Hins vegar sé þess
að minnast, að vilji guð endurfæða manninn án skírnar,
þá bæði geti hann það og hafi líka gert það svo sem
dæmin sýni frá gamlatestamentinu. Milli skírnarinnar og.
kveldmáltíðarinnar telur hann með réttu vera náið sam-
band. Kveldmáltíðin er oss gefin lil þess að í henni »verði
vor skirnarsáttmáli að fullu endurnýjaður, guðs náð að
nýju framboðin sanniðrandi manni og hann ávalt skuld-
bundinn til að gera verðuga ávexti iðruninni«. . . . Vér
eigum þar »þess að minnast með angri og trega, að vorar
blóðugu illgerðir hafa dýrðarinnar hertoga krossfestan, að
oss verði þær fyrir hans dauða og forþénustu aldeilis til-
gefnar ef vér iðrumst af hjarta«. Kristileg iðrun er »svo
að segja hin fyrsta trappa, sem liggur upp að þessu há-
borði drottins«.
Prédikanir Vídalíns eru yfirleitt rétt óvenjulega mótaðar
af virkileika lífsins. Þetta er ekki nein tilviljun, lieldur
er það meðfram sýnilega sprottið af þvi, hve innlífaður
hann er heilagri ritningu. Svo vel sem hann auðsjáanlega
er heima i lærdómskerfum kirkju sinnar og trúr þeim í
skoðunum sínum, þá verður ekki um hann sagt, að hann
lifi í þeim, sízt af öllu á sama hátt og í heilagri ritningu.
I henni lifir hann og hrærist; þar er hann svo stórlærður
og svo þaulkunnugur öllu efni hennar, að þar ætla ég
að fáir taki honum fram. Satt er það að vísu, að þeirra
tíma menn voru yfirleitt handgengnari ritningunni en
menn eru á vorum tímum, — sumir enda, einnig meðal
alþýðumanna, alveg ótrúlega kunnugir efni hennar; en
vafasamt tel ég, hvort nokkur hefir þar getað jafnast við
meistara Jón. Það er eins og ritningin liggi alt af opin
og útbreidd fyrir augum hans. Þegar eitthvað þarf að
skýra eða rökstyðja með dæmum, þá hefir hann þau á
hraðbergi, ekki eitt eða tvö, heldur heila röð af dæmum.
Sögubækur ritningarinnar — ekki sizt gamla testamentis-
ins — hafa átt fáa lesendur athugulli en Vídalín. Hann
þekkir i krók og kring þær sögupersónur, sem þar verða