Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 93
88
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
þessum sömu ummerkjum, en er þó tekin úr al-óskyldri
heimild. En það er frásögn Páls postula um framkomu
Péturs í Antiokkiu. Páll segir frá því í bréfi sínu til
Galatamanna, og verður að hafa það í huga, að þeir voru
andstæðingar í þessu máli, og að það var viðkvæmasta
mál Páls, svo að frásögnin ber nokkurn blæ af því. Pétur
hafði komið til safnaðarins í Antiokkíu, en þar voru menn,
er tekið höfðu kristna trú án þess að taka umskurn eða
fara eftir öðrum reglum Gyðinga, og Gyðing-kristnir menn
vildu ekki umgangast þá. Pétur hafði þetta að engu og
samneytti þeim. En svo komu menn frá Jakobi, þ. e. frá
ströngu stefnunni í Jerúsalem, og þeir hafa án efa sýnt
Pétri fram á það, hve örlagaríkt spor þetta væri, því að
þó að frumsöfnuðurinn hefði viðurkent heiðingjatrúboðið
án umskurnar, þá var fjarri því að þeir hefðu fallisl á,
að menn af gyðinglegu bergi ættu að umgangast þá, og
viðurkenna þar með jafnrétti heiðing-kristindóms og Gyð-
ing-kristindóms, því að þar með var í raun réttri viður-
kent fullkomið gagnleysi umskurnarinnar. Petta hefir þeim
tekist að sannfæra Pétur um, og við það dregur hann sig
í hlé frá þeim heiðing-kristnu. Vér sjáum hér alveg þetta
sama. Einlægni hans, kærleikur hans til boðskapar Krists,
hvar sem hann hitti hann fyrir í hjörtunum, og víðfaðma
félagslyndi hans í kristnu trúnni gerir honum þegar í stað
þessa menn hjartfólgna, og án þess að vega þetta frekar
rifur hann niður hvert skilrúm milli sín og þeirra. Pað var
ekki til í honum smásmygli. En svo kemur eftirþankinn.
Ef til vill þykir ykkur það nú einkennilegt, að ég skuli
verja öllum þessum tíma til þess að athuga þessar frá-
sögur, þar sem Pétur kemur fram á einhvern hált öðru-
vísi en honum bar. En það er með vilja gert. Það má
finna nóg af frásögum, þar sem Pétur stóð fastur og ó-
bifanlegur, sem hin ósveigjanlega trúarhetja, þar sem kær-
leikur hans og framkvæmda-fúsleiki og snarræði fór ekki
með hann á neina afvegu, heldur sýndi hann sem hinn
háa og hreina fulltrúa fagnaðarboðskaparins að ofan. En