Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 44
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
39
ekki, og hafði sýslumaður, er einnig var harðlyndur og
kappsfullur, ritað biskupi eitthvað óþægilega um þetta.
Svarar biskup því meðal annars, að sýslumaður fái ekki
þetta leyfi, hann láti það ekki eftir ólund hans, sem hann
hafi ekki viljað Ieyfa »betri mönnum«, þótt beiðst hafi.
Segir biskup honum að bugleiða, að hann sé nú nokkuð
hniginn á efra aldur, og það sé kunnugt, að dauðinn sé
jafnan fyrir dyrum, en það sé sálarháski, að hann hitti
menn í illu skapi, hann geti fljótt að borið og ekki víst,
að mikið svigrúm sé veitt til iðrunar í hinum síðustu
andarslitrum, »sérdeilis þeim, sem aldur sinn hafa misjafnt
alið« o. s. frv. En svo vildi til, að Jón sýslumaður andað-
ist s. á., skömmu eftir, að biskup ritaði honum þetta
bréf, og óvíst hvort það hefir náð honum lifandi. Jón
sýslumaður var eins og kunnugt er, af beztu ættum, son
Þorláks biskups Skúlasonar og dóttursonarson Guðbrands
biskups. En Jón biskup gerði sér engan mannamun, ef
því var að skifta, og sagði oft vinum sínum beiskan sann-
leikann, ef honum mislíkaði við þá, og tók óstint upp,
að andmælt væri boðum hans. En það var hin mesta
ógæfa biskups, að honum og Oddi Sigurðssyni lenti
svo harkalega saman, sem raun varð á, því að hvorugur
kunni að vægja, og varð sú deila báðum til álitshnekkis,
en biskupi þó framar sem yfirmanni andlegu stéttarinnar.
En það mun sönnu næst, að Páll Vidalín hafi ekki verið
frænda sínum — biskupinum — hollur ráðunautur. Og
verður hér ekki lengra út í þessi efni farið. Saga biskups
má enn heita órituð, og verður víst enn um langa tima.
Þrátt fyrir alt verður Jón Vídalín samt yfirleitt einna
glæsilegastur Skálholtsbiskupa eftir siðaskiftin, og þeirra
mestur höfðingi í lund. Örfá orð í bréfi til Guðmundar
ríka Þorleifssonar í Brokey 29. maí 1719 lýsa einni hlið
biskups betur en langar skýringargreinar. Biskup falar fisk
að Guðmundi svo mikinn, sem hann frekast geti mist,
og skuli andvirðið koma með mönnum, er sæki fiskinn,
en biskup setur Guðmundi sjálfdœmi um verðið. Það