Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 82
Prestafélagsritið,
Hvað er kærleikur?
77
Ekkert er sælla í mannlífinu, ekkert bræðir betur ís
hjartans og yljar hinum innra manni jafnvel sem það, að
finna fórnir annara.
Fegursta aflið í heiminum, máttugasta aflið og göfgasta
aflið í tilverunni, er fórnin.
Þetta finna allir menn, þ. e. a. s. á meðan talað er um
fórnir mannanna.
Þess vegna ætti það og að geta skilist, að þegar guð tók
að opinbera sig mönnunum, þegar hann tók að kenna
þeim kærleikann, fórnarviljann, þá hlaut sú kenning einnig
að koma fram í fórn, — fórninni stærstu og göfgustu sem
er til, — fórn hans, sem lét líf sitt á krossi.
Gat Jesús Kristur verið án máttugasta og göfgasta
aflsins?
Gat hann annað en látið mennina finna það hjá sér,
sem mönnum annars þykir sælast að finna í veröldinni?
Kærleikurinn er ekki eintóm orð. Ivristindómurinn er
ekki heldur eintóm kenning. Kjarni kristindómsins er
fórnin, hvort heldur er hjá kristnum mönnum eða hjá
Kristi sjálfum.
Þaðan stafar kraítur hans, ylur hans, gleði hans og
göfugleiki.
Og í fórnarlífi frelsarans finnur hinn syndugi fátæki
maður hvíld, frið og kraftgjöf.
Þykjumst þá ekki of rík til þess að þiggja þelta!
Gætum þess, að hjarta vort verði ekki of kalt, gætum
þess, að ísinn leggi ekki um hjartað!
»ÖIlum hafís verri er hjartans ís,
er heltekur skyldunnar por.
Ef hann grípur þjóö, pá er glötunin vis,
pá gagnar ei sól né vor.
En sá heiti blær,
sem til hjartans nær,
frá hetjanna fórnarstól,
bræðir andans ís,