Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 64
Prestafélagsritið.
»En er birti af degi —«.
59
Það er ekki á þeirra valdi. Símon Pétur var víst dyggur
og ástundunarsamur fiskimaður og hafði öll veiðarfæri
sín í góðu lagi. Eins voru víst hinir sex. En þá nótt fengu
þeir ekkert. Og veiðitíminn var hinn rétti. Þeir höfðu valið
nóttina til þess. Og allir fiskimenn segja oss, að nóttin sé
bezti veiðitíminn. Þér munið eftir frásögu Lúkasarguð-
spjalls um fiskidráttinn mikla. Þegar Jesús sagði við Sím-
on: »Legg þú út á djúpið«, þá svaraði hann: »Meistari,
vér höfum setið í alla nótt og ekki orðið varir«. Pess
vegna fundust honum likurnar svo litlar fyrir því, að
nokkuð mundi veiðast, er kominn var bjartur dagur. —
Fjöldi kennimanna um alla kristnina á vorum dögum
hefir reynt að gera sitt hið ítrasta — eftir því sem þeir
hugðu réttast — og þó hefir farið svona: Pá nótt fengu
þeir ekkert.
Ef guðspjallsfrásagan væri ekki lengri, þá ætti hún illa
við í kirkjunni þennan vortima. En hún talar ekki aðeins
um nóttina löngu — erfiðu og gleðisnauðu. Framhaldið
er svona: »En er birti af degi«. Pað er eitthvað af vori í
þeim orðum. Vér gleymum því stundum, meðan nóttin
stendur j'fir, að vér megum altaf vona eftir morgni. Drag-
ist nóttin, sé hún lengi að líða, þá líður hún samt. Fyr
eða síðar lýkst ljóshliðið upp á austurloftinu og morgun-
geislarnir brjótast fram. »En er birti af degi, stóð Jesús á
ströndinni«. Það var blessaður morgunn. Drottinn vor og
dagrenningin, það tvent fylgist svo oft að fyrir huga vor-
um. Það var mjög árla morguns, meðan enn var dimt og
aðeins mótaði fyrir dagrenning, að Kristur reis upp frá
dauðum og englar boðuðu, að hann væri lifandi. En hafði
ekki verið nótt yfir lærisveinum hans, er líkami hans var
lagður í gröf, steini velt fyrir grafarmunnann, gröfin inn-
sigluð og varðmenn settir til að gæta hennar? Pá var
nótt. En er dagur rann, kom breytingin; þá brauzt fram
Ijós hins eilífa dags. Drottinn Kristur reis upp í dagrenn-
ing og dagrenning var í fylgd með honum. Eins var þetta
sinn. Þegar birti af degi og næturskuggarnir voru flúnir