Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 74
Prestafélagsritið.
Hvað er kærleikur?
69
heldur æfmlega jafn vinsælt. Því að sá, sem talar af kær-
leika, verður líka að tala af sannleika. Og eigi er það
öllum ókunnugt, að sannleikurinn er eigi æfinlega vinsæll.
Og sú hefir oft orðið raunin á, að þeir, sem talað hafa
af mestum kærleika til þjóðar sinnar eða alls mannkyns,
þeir hafa jafnframt orðið fyrir mestum ofsóknum og hatri.
Ekki mun þurfa að nefna mörg dæmi úr sögu þjóð-
anna eða mannsandans til að sanna það mál. Ég hygg
að dæmi Krists nægi eitt, þótt ekki séu fleiri talin.
Hvernig stendur nú á þessu?
Að það skuli vera vinsælla og áhættuminna að taia al-
ment og óákveðið um kærleikann, heldur en að tala af
kærleika? Tala jafnvel gagnþrunginn af brennandi fórnandi
kærleika, eins og margir misskildir og ofsóttir föðurlands-
vinir og mannvinir hafa gert, og sjálfur Jesús Kristur
gerði öllum öðrum fremur?
Mér getur ekki skilist, að það sé af neinu öðru en því,
að sú skoðun hljóti að vera rótgrónari með oss mönnun-
um, heldur en vér vitum af, að kærleikurinn sé fyrst og
fremst fögur orð, þægileg, mjúk og viðfeldin orð.
Þeir, sem tala um kærleika, geta talað mjúkt og fagurt
og þægilega. En þeir sem tala af kærleika, geta ekki altaf
talað þægilega. Sjálfur Jesús Kristur gat það ekki.
Málsháttur einn erlendur hljóðar þannig: »Börn og
heimskingjar segja sannleikann«. Málshátturinn er réttur
að tvennu leyti: Fyrst og fremst að því leyti, að hinni
fullþroskuðu skynsemi fær ekki dulist, að jafnan er áhættu-
minna og stundum jafnvel ábatavænlegra að dylja sann-
leikann, en að segja sannleikann. Éess vegna eru líka ein-
lægustu og saklausustu mennirnir oft kallaðir annaðhvort
vitgrannir menn eða barnalegir menn.
Og í öðru lagi er málshátturinn réttur að því leyti, að
barnið og heimskinginn geta sízt dulið sig. Mannseðlið
sjálft og innri maðurinn kemur þar svo miklu greinilegar
í ijós, en hjá vitmönnunum. — Og einmitt þess vegna er