Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 131
Prestalélagsritið.
Prestsetrin.
125
liðar, geti sagt prestsetrum sínum lausum í hendur hrepp-
stjóra með venjulegum fyrirvara, né heldur, að þeir geti
tekið lausn eða fluzt milli prestakalla á hverjum tíma árs
sem er, alveg eins og aðrir embættismenn, náttúrlega að
því tilskildu, að þeir annist um að jörðinni sé haldið í
gildu ástandi, þangað til löglegur uppsagnarfreslur er á
enda.
Eg skal taka það fram, að um þelta, sem hér er sagt,
hefi ég ekki aflað mér neinna upplýsinga frá yfirvöldum
eða lögfróðum mönnum og get því ekkert sagt um, hvort
þessari skoðun muni verða framfylgt af stjórnarvöldunum,
en ég sé hinsvegar ekki annað, en að alt þetta liggi í því,
sem löggjöfin hefir gert, í principi laganna frá 1907, sem
nú fyrst virðist koma til fullra framkvæmda.
Ég efast ekki um, að þeir prestar muni vera allmargir,
sem telja þann kostinn heztan prestunum til handa, að
þeir að fullu og öllu séu losaðir við prestsetrin, taki laun
sín eins og aðrir embættismenn, og sjái sér sjálfir fyrir
bústað, og jarðnæði ef þeir vilja. Hvað sem þeirri skoðun
líður, þá held ég að það sé ekkert vafamál, að laun
sóknarpresta séu nú altof lág, miðað við laun annara
embættismanna, ef engin fríðindi eiga að fylgja þeim. Og
* meðferð þingsins, ekki sízt á dýrtíðaruppbót sveitapresta,
virðist benda á viðurkenninguna fyrir þessum friðindum,
þólt sú viðurkenning verði að engu fyrir lögunum sjálfum.
Ekki finst mér heppilegt, að sleppa prestsetrunun). Að
vísu er það satt, að erfiðleikar eru miklu meiri á búskap
nú, en nokkru sinni áður. Búskapurinn þolir það óvíðast,
að menn byrji með tvær hendur tómar, eins og eðlilegt
er að ungir prestar nærri a'itaf verði að gera. Og hann
þolir það líka óvíðast, að menn liafi hann í hjáverkum,
að meira eða minna Ieyli. í þeim prestaköllum sem miklar
prestskaparannir fylgja, held ég að ráð megi gera fyrir
því, að presturinn ekki geti sint búskap, nema því aðeins
að hann hafi sérstaklega hentugar heimilisástæður til slíkra
hluta. En svo eru líka auðvitað æðimörg prestaköll, þar