Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 124
118
Guðm. Einarsson:
Prestafclagsritið.
kosti, fyrir mæður, sem við erfiðleika ættu að stríða, þar
sem þær gætu fengið að dvelja eins og mánaðartíma áður
barnið fæddist og þangað til þær væru orðnar fullhraust-
nr aftur.
4. Gangast ætti þessi félagsskapur fyrir því, að stofnuð
yrðu uppeldisheimili fyrir siðspilt börn eins fljótt og hægt
væri, því sennilega yrði erfiðast að koma þeim á ein-
stakra heimili til fósturs og að finna slík heimili, sem
þau þyrftu að komast á, heimili, sem gætu haft jafnvak-
andi auga með þeim og heimili, sem eingöngu störfuðu
fyrir slík börn.
5. Vakandi auga ættu öll þessi félög að hafa með
hverju barni, jmgra og eldra, innan hvers félagssvæðis,
að það ekki liði hungur eða kulda, og kappkosta að bæta
úr hinni bráðustu neyð, með því að útvega foreldruni
atvinnu, ef þau væru atvinnulaus, með matgjöfum eða á
hvern þann hátt, sem hentast þætli eftir atvikum og stað-
háttum.
6. Nokkrar hjúkrunarkonur, sem sérstaklega hefðu fært
að hjúkra börnum, þyrftu félögin að hafa, bæði vegna
barnahælanna og til þess að ferðast um landið og kenna
ungum konum og mæðrum, hvernig þær ættu að fara
með sig sjálfar og börn sín, svo þau gætu orðið hraust.
7. Öll félögin, og þó sérstaklega yfirstjórnin, ættu að
gangast fyrir að safna gjöfum og samskotum til þessara
starfa, og í því augnamiði koma föstu skipulagi á fót um
land alt, með því t. d. að fá föst árstillög frá einstökum
mönnum, félögum (svo sem ungmennafélögum, goodtempl-
arafélögum o. s. frv.) og ýmsum stofnunum (t. d. verzl-
unum, útgerðarfélögum o. fl.), sem væri hægt að byggja
á til langframa, auk væntanlegs ríkisstyrks; að gefa út
jólarit, sem selt yrði til ágóða fyrir starfið; halda barna-
dag eða vissan oífurdag, sem safnað væri á gjöfum um
land alt á hverju ári til eflingar þessari starfsemi, og fleira
þess háttar.
8. Loks yrði að semja sérstök landslög um uppeldi