Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 167
•Prestaféiagsriiið. Kristilegur alheimsfundur.
161
tekið, og dást þeir sérstaklega að viðtökum þeim og kær-
leika, er þeir nutu af hendi Söderbloms erkibiskups. Strax
eftir að þeir hittust, bað Söderblom sendimenn að ganga
með sér í kirkju, og frammi fyrir altari hinnar fornhelgu
Uppsaladómkirkju féllu þeir allir á kné og báðu sameigin-
lega um handleiðslu guðs og upplýsingu,. áður en þeir
gengju til starfa. Eftir viðtalsfund við erkibiskup og aðra
lielztu menn sænsku kirkjunnar útnefndi erkibiskup síðan
6 menn, er mæta skyldu á alheimsþinginu fyrir hönd Svía.
í Noregi var einnig ákveðið að taka þátt í þinginu.
Þrátt fyrir það, þó ýmsir katólskir kirkjuhöfðingjar
hefðu heitið fylgi sínu, vildi þó ekki páfinn sjálfur gerast
meðmælandi hreyfingarinnar fyrir hönd þeirra, sem stæðu
innan vébanda katólsku kirkjunnar. Lét hann kardínála
svara málaleitun nefndarinnar á þessa leið: »Hinn heilagi
faðir kveðst sem eftirmaður Péturs postula og staðgöngu-
maður Krists ekki æskja neins fremur, en að orðið geti
ein hjörð og einn hirðir. Og hinn heilagi faðir bælti því
við, að það væri öllum svo kunnugt, hvernig hin katólska
kirkja liti á einingu hinnar sýnilegu kirkju Krists, að ekki
gæti komið til mála, að hún tæki þátt í slíku þingi, sem
hér væri um að ræða. En hinn heilagi faðir vill ekki draga
úr því, að það sé haldið fj'rir þá, sem eru ekki í sam-
bandi við Péturs heilaga stól, heldur biður þess, að sé
möguleiki á að halda slíkt þing, þá gefi guð af náð sinni
þátttakendum þess, að þeir fái að sjá Ijósið og verða
endursameinaðir við hið sýnilega höfuð kirkjunnar, sem
muni taka þeim opnum örmum«.
Að því er virðist, hafa nú allar kirkjudeildir og þjóð-
kirkjur um viða veröld lofað að taka þátt í sameiningar-
tilraun þessari, að undantekinni rómv.-kat. kirkjunni, að því
leyti, sem hún heyrir undir páfann. Er það gleðilegt tím-
anna tákn, að einmitt þegar mest sundrung og öfug-
streymi er í öllum stórmálum þjóðanna, þá eru þeirra
beztu menn að beitast fyrir einingu og samvinnu í
trúmálunum, og leitast þar við að láta engan skoðana-
Prestafélagsritið. H