Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 94
Prestafélagsritið.
Símon Pétur.
89
ég verð að segja, að þær eru oss ekki jafnmikils virði og
hinar. Pær eru það, sem vér vitum. Hér er ekki að ræða
um það, hvort Pétur postuli hafi verið trúarhetja eða
ekki. Hann þarfnast engrar varnarræðu, þar sem fjöður
sé dregin yfir ávirðingarnar, en gumað af afreksverkun-
um. En oss langar í mynd af honum, þessum alþýðu-
manni, sem undir handleiðslu Jesú varð að postulafor-
ingjanum, langar í mynd hans eins og hann var, þvi að
vér vitum, að með því móti getum vér bezt skilið hann,
og að skuggarnir gefa öllu svip og ákveðna mynd. Ein-
mitt í þessum frásögum kemur jafnan fram hið mikla
efni, sem í honum var. Hann hefði ekki lagt af stað eftir
vatnsfletinum á móti Jesú eftir orði hans, ef hann hefði
verið hversdagsmaður. Hann hefði ekki tekið meistarann
sjálfan, sem hann bar hina takmarkalausu lotningu fyrir,
og farið að átelja hann fyrir áform hans, ef hann hefði
verið hálfvolgur í kærleika sínum til hans, heldur er það
einskonar örþrifaráð, dauðahald þess, sem sér dýrmætustu
eign sína í veði. Hann hefði heldur ekki brugðið sverð-
inu í Getsemane, ef hann hefði verið hugleysingi eða
ragmenni, og hann hefði ekki ratað í þann tvíveðrungs-
hátt í Antíokkíu, sem Páll bregður honum um, ef hann
hefði ekki verið of stór í kærleikanum til þess að geta
falið sig inni í skel þröngs^minnar, sem þeir í Jerúsalem
létu skýla sér fyrir hverskonar »saurgun« af óumskornum
bræðrum þeirra. Og loks getur maður sagt, að hann hefði
ekki ratað í hina hörmulegu afneitun meistarans, ef tak-
markalaus kærleikur hans til Jesú og umhyggjan um
hans hag hefði ekki rekið hann svo að segja inn í gin
ljónsins, inn í hallargarð fjandmannanna, til þess að skilja
ekki við Jesú og fá að vita um úrslitin og vera við
höndina. Og víst hygg ég, að þótt Jesús liti til hans sorg-
mæddum augum þegar hann var fallinn, þá hafi líka
verið kærleikur í því augnaráði og þakklátsemi, sem hinir
fengu ekki, þar sem þeir voru í felum og fjarlægð. Jesús
fann ekki síður það góða en það lakara í málstað mann-