Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 88
Prestafélagsritið.
Símon Pétur.
83
stærð hans. Það eru sögurnar af misgripum hans, sem
þetta gera að verkum. Má segja þar, sem oftar, að ráð-
vendnin er happadrýgst. Þessi dæmalausa hreinskilni
Péturs lilaut að vísu að varpa skugga á hann, eftir al-
mennum mannlegum mælikvarða, en nú eru þessar sögur
ef til vill hans mesta hrósun. Pær eru það, sem sýna oss
hann eins og hann var, ekki fullkominn í upphafi, en
ávalt, jafnvel mitt í hrösunum hans, stóran í kærleikan-
um, og það er eins og jafnvel sjálf mistökin feli alt af í
sér eitthvað barnslega fallegt.
Litum nú á þessar frásögur og bj'rjum á sögunni um
pað, þegar Pétur fékk ávarpið: »LítiItrúaður« hjá meistara
sínum. Peir sjá Jesúm koma gangandi eftir vatnsfletinum
í nátthúminu og verða skelkaðir. En svo þekkja þeir
hann og verða glaðir. En svo kemur viðbót hjá Matteusi
um Pétur, og hvað sem annars er um þessa viðbót, þá
er hún í samræmi við lyndiseinkunn Péturs. Hann vill
þegar komast til meistarans, og eftir o.rði hans leggur
hann af stað út úr bátnum á móti honum. Ómögulegt!
æpa máske einhverjir. En hvað skal segja. Pétur gekk
seinna á eftir himneskri veru út í gegnum luktar fang-
elsisdyr. Það er satt, frásagan segir, að hann hafi ætlað
að missa kjarkinn og lekið að sökkva, og fékk þá þetta
ávarp: »lítiltrúaður«. En er nú ekki í raun réttri eitthvað
stórt við þessa »litlu« trú Péturs?
Eða þá sagan um undraviðburðinn mikla á fjallinu,
þegar Jesús »ummyndaðist« eða stóð frammi fyrir þeim
vafinn einhverri himneskri ljósadýrð, og Móses og Elías
lijá honum. Pað er eins og það sé eilthvað óvirkilegt
yfir þessu öllu, eins og hver hlutur sé snortinn að ein-
hverju yfirnáttúrlegu. Alt verður létt og ólíkamlegt þarna
uppi í tæru fjallaloftinu. Pað er andgustur frá æðra heimi
i loflinu, og þeir liafa án efa allir verið meira og minna
snortnir. Frásögnin sjálf geymir enn í sér svip af þessu.
En sá, sem ekki gat setið kyr eða þegjandi undir þessu,
er Pétur. Hann finnur hvernig hrifningin spennir hverja