Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 23
18
Jón Helgason;
Prestafélagsrilid.
dikanir hans eru fjarri því yfirleitt að vera trúfræðilestrar.
Og ekki er síður eftirtektarvert, hve fjarri hann er þeirri
höfuðsynd rétttrúnaðarstefnunnar, að rugla saman kenn-
ingu og trú. Svo lúterskur sem hann er að allri mótun
anda sins, er trúin eins og hún birtist í verkunum (?: líf-
inu) aðalatriðið fyrir honum. t*ví berst hann eins og
hann berst gegn syndinni, eins og hún birtist í lífi mann-
anna i sínum mörgu myndum, umfram alt i lifi kristinna
manna, sem keyptir eru með lausnarans blóði og þvi
ættu að vera lausir við syndina, að því leyti sem dauð-
legum manni er mögulegt. Trúin er í augum hans um-
fram alt líf í framkvæmd guðs vilja, grundvallað á traust-
inu til náðar hans, en engan veginn einber samsinning
kennisetninga eða sögulegra staðreynda, svo algeng sem
sú skoðun var á rétttrúnaðarlímabilinu. Að vísu bregður
þvi trúarhugtaki fyrir hjá honum, en aldrei svo, að hann
álíti þá trú einhlíta til hjálpræðis. Þess vegna ber tiltölu-
lega litið á trúarsetninga-útlistunum hjá honum eða til-
raunum til að rökstyðja hina kristilegu kenningu. Hann
gerir enda ráð fyrir, að lesendur sínir og heyrendur séu
sér fyllilega sammála um öll meginatriði kristindóms-
ins. Trúarlegar efasemdir séu ekki til í landinu. Þar sé
enginn, er láti sér detta i hug annað eins og það, að
spilla réttri trú, með því að draga í efa sannleika trúar-
setninganna eða vefengja sögulegar staðreyndir kristin-
dómsins. Hann er rétt merkilega raunhæfur (praktiskur)
i öllum prédikunum sínum, miðað við þá tíma. Hann er
frábitinn öllu skýja-fálmi fyrir ofan og utan virkileikans
heim. Hann hefir að visu mætur á kennisetningunum
kirkjulegu, þó aðallega sem raunhæfum lífshugsunum,
nauðsynlegum til að greiða úr siðferðilegum og trúarleg-
um vandaspurningum og bregða birtu yfir þær. Dulræð-
um efnum (mystik) er hann frábitinn, eins og rélltrúnað-
arstefnan yfirleitt.
Þó hlýtur hann stundum að komast út í trúfræðilegar
útlistanir, t. d. á holdtekjunni, á friðþægingunni, sakra-