Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 16
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
11
tungan og kápan og þeir 200 siklar siifurs, sem Akan
misti lífið fyrir. Eigi var Nabotsvíngarður svo mikils virði,
sem Akab tjrndi lífinu fyrir, ríkinu og allri sinni velferð.
Eigi var hátíðaklæðnaðurinn og þau tvö centner silfurs,
sem Gezi laug út af Naman sýrlenzka mikið að reikna
hjá þessu. Og hvað voru þeir 30 silfurpeningar, sem
Júdas keypti fyrir skapara himins og jarðar? Hversu næm
að sé þessi andskotans snara til að veiða syndugar sálir,
þar eru ótal dæmi upp á«. Sjálfur var Vídalín ríkur maður
og bar golt skyn á gagnsemi ríkidæmisins svo sem afls
þeirra hluta er gera skal. Hann segir þá líka: »Ég með-
kenni, að góss og peningar eru stór guðs gáfa, þegar þau
eru af guðs hendi meðtekin, en ekki hrifsuð af munni
síns náunga, hins fátæka, ekkjunnar og hins föðurlausa.
En eigi eru þau þess verð, að falla á kné fyrir andskot-
anum, til þess að eignast það sem ekki er til nema þyngsla,
og til að þrælka fyrir þeim ómaga, sem ekki hefir vit á
hvað við hann er gert, til að þjóna þeim níðingi, sem
aldrei saddi sinn þénara, hvað þeir þó allir gera, sem
annaðhvort afla fjársins með rangindum eður festa sitt
hjarta þar við«. En hins vegar hefir metorðagirndin ekki
færrum steypt en fégirndin. »Fyrir hana er öll ólukka
komin inn í heiminn. . . . Ég þykist vila, að Eva hafi
ekki gengist svo mjög fyrir eplinu, heldur muni það hafa
gengið henni í augu að hún ætti guði lík að verða. Met-
orðagirndin feldi hana. Hún sló líka Miriam systur Arons
með líkþrá. Hún lauk jörðinni upp undir Kóra, Datan og
Abiram. Hún hengdi Absalon upp í eikina. Hún blandaði
ösku Simrí saman við kongsins húss-ösku«. I prédikun á
1. sd. e. trín., út af guðspj. um ríka manninn og Lasarus,
kemst Vidalín inn á vanbrúkun rikidcemisins til ofmetn-
aðar og oflátungsháttar í klæðaburði. Hann vill ekki að
menn »búi sig yfir sitt stand«. Sé nokkur ei nema al-
mennilegum kostum búinn og vill þó leita sér fordildar
af klæðnaðinum, þá er mikil fávizka í því. Ég veit,
að einn asni verður þó aldrei hestur, þótt menn leggi