Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 37
32 Jón Helgason: Prestafélagsritið.
prestur ætti a3 lesa hana kappsamlega og sem allra oft-
ast. Því að enn er mikið — feiknarmikið af Vídalín að
læra fyrir orðsins þjóna í söfnuðinum. Að sjálfsögðu getur
hann ekki orðið oss í öllum greinum fyrirmynd sem
prédikari, en í mörgum, og það þeim, sem mestu skiftir.
Snildin á við alla tíma jafnt. Það munu allir kannast
við. Og hún er hin sama í prédikunum hans nú sem
áður. Vídalín talaði svo að menn urðu að hlusta. Þar
var ekkert undanfæri. Enn í dag þurfum vér að læra að
tala svo að fólkið hlusti, þvi að hætti fólkið að hlusta,
þá hættir það líka sinám saman að koma. Látum Vídalín
kenna oss að ná tali þess. Látum hann kenna oss að
slanda báðum fótum í virkileikans heimi, fjarri öllu skýja-
fálmi. Látum hann kenna oss hve nauðsynlegt er, að
prédikarinn þekki lífið og mennina. Látum hann minna
oss á, að ekkert mannlegt er trúnni óviðkomandi, og á því
alt að helgast af henni. Látum hann minna oss á, hve
óendanlegt alvörumál kristna trúin er, hún, sem á að flytja
bræðrum vorum og systrum hjálpræði guðs í Kristi Jesú.
Látum hann minna oss á, hvílíkan ótæmandi nægtabrunn
vér eigum í heilagri ritningu, einmitt fyrir starf vort sem
orðsins þjónar, svo að vér lifum í henni og daglega
auðgum sjálfa oss af fjársjóðum hennar og getum auðgað
aðra af þeim. Og svo að engu sé gleymt, látum hann
minna oss á hve nauðsynlegt er, að vér séum íslenzkir í
hugsun og máli, er vér eigum tal við íslenzkan safnaðar-
lýð, því að Vídalín er ef til vill íslenzkasti kennimaður-
inn, sem ísland hefir átt. Ekki sízt þess vegna er oss
skylt að halda uppi minningu hans.