Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 54
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
49
Maj!i. koma því til leiðar, að þetta hans nýja testamenti
þrykt yrði á Commissions Collegio, ásamt öll biblían, þó áður
yfir lesið og endurbætt sem bezt yrði. Og af sérlegri um-
byggju fyrir kristindómsins uppbyggingu, hefir hann einnig
um sama efni nú í sumar til beztu fullkomnunar tilskrifað
bans háeðla háæruverðugheitum biskupinum yfir Sellands
stifti Christian Worm, svo að þetta mætti í verk komast
og vér í þessu fátæka föðurlandi með guðs hjálpsamlega
orði mættum ríkulega forsorgaðir verða, hvað guð al-
máttugur virðist að gefa að mætti ná sínu máli, oss til
sáluhjálpar.
22. Hefir hann gert merkilegar prédikanir yfir öll sunnu-
daga og hátíðaguðspjöll árið um kring, þrykt á Hólum.
3.2. Sjö prédikanir yfir þau sjö orð Kristi á krossinum,
og svo þryktar á Hólum.
4£. Sex prédikanir út af historiu pínu og dauða Jesú
Kristi, sem líka hafa oft á Hólum prentaðar verið.
5H Undirvísun um þann sanna kristindóm, sem er ein
ágæt útlégging barnalærdómsins, og er þrykt í Kaupinhöfn.
6y. Ein ypparleg bók um skyldu mannsins við guð,
sjálfan sig og náungann, er hann úr framandi tungumáli
útlagt hefir, hverja bók hann hefir og sent til Kaupin-
hafnar undir þrykkiríið.
7JL Og nú síðast hafði hann undir höndunum þá aðra
bók laganna, kirkjustandinu viðvikjandi, er hans kongl.
Maj!í. hafði befalað, að innréttast skyldi eftir Norskulögum,
að svo miklu leyti, sem þessa lands lélegheit þola kynnu.
Nú svo sem þessi guðs ástvinur, og útvalið Jesú Kristi
verkfæri, bar alltið hina stærstu umhyggju fyrir guðs
söfnuði, þá hafði hann á þessu sumri ásett að visitera
Vestfjörðu, en kom því ei við vegna þeirra hávigtugu
erinda, er hann hafði að gegna. En svo ekkert undan
feldist af embættispörtunum, þá vildi hann taka nær sér,
og visitera hér í kring. En sem hann ætlaði að byrja þá
reisu, fékk hann þau sorgartíðindi frá Staðastað, að pró-
fasturinn í Snæfellsnessýslu, séra Þórður Jónsson, væri
Prcstarélngsritið. 4