Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 100
94
Sig. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
ágæta sænska heimili. Var boði þeirra prestshjónanna í
Vallekilde, um að hafa fundinn á Vesterbygaard, því tekið
með miklum þökkum, enda reyndist þar gott að vera,
ágætar viðtökur og ágætt næði til allra fundarstarfa.
Liggur herragarður þessi á norðvestur Sjálandi, ekki langt
frá Ivalundborg, í unaðslegu umhverfi. Var naumast unt
að hugsa sér yndislegri og heppilegri fundarstað en á
þessu prýðilega heimili, þar sem húsbændurnir tóku fund-
armönnum opnum örmum og gerðu ásamt heimilisfólki
sínu alt til þess, að þeim gæti liðið vel og notið sín sem
hezt við fundarstörfin. Neyttu allir fundarmenn morgun og
miðdegisverðar sameiginlega þar, en þeir, sem áttu nátt-
stað á nábúaherragörðunum, voru sóttir þaðan i vögnum
kl. 8 að kvöldi og aftur fluttir fyrir kl. 9 hvern morgun.
3. Peir sem fundinn sóttu.
Alls voru fundarmenn 29 og var erkibiskup Svía, dr.
Nathan Söderblom (3. á myndinni) forseti fundarins.
Auk hans voru níu Svíar: háskólakennararnir Pfannenstill
prófessor (19.) og dócent Holmdahl (20.), einn prófastur
og 6 prestar (12., 15., 21., 22., 24., 27. og 28.). Aðeins
einn af prestum þessum var mér áður kunnur af orðspori.
Pað var dr. Widner (12.). Var hann um 13 ára skeið
prestur Svía í Kaupmannahöfn og gat sér þar ágætan orð-
stír, bæði fyrir prédikunar- og líknarstarfseini sína. En
árið 1913 vildi sænskur bankastjóri einn forríkur, Wallen-
berg að nafni, fá hann sem prest í Saltsjöbaden, rétt bjá
Stokkhólmi, þar sem hann hafði bygt Veglega kirkju fyrir
eigið fé. Fór hann til Kaupmannahafnar til þess að semja
við Widner prest um þetta. Er viðskiftum þeirra lýst í
»Nýju kirkjublaði« 1913, eftir danska blaðinu »Politiken«,
á þessa leið: »Prestur kvaðst ekki geta yfirgefið söfnuð
sinn i Kaupmannahöfn, þar eð kirkja hans enn væri í
20 þús. kr. ógreiddii skuld. »Pá borga ég þessar 20 þús.
krónur«, sagði bankastjórinn. »Ég get samt ekki tekið
boði yðar«, svaraði prestur, »því ég hefi lofað að koma