Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 80
Prestafélagsritið.
Hvað er kærleikur?
75
hverju leyti annara manna hjálpar og fórnar. Þá fá þeir
að vita það, — en fyr ekki.
Ég held því næstum, að það geti verið sönn hamingja,
að verða í einhverju mótlætisbarn, verða hjálparþurfa í
einhverri lífsraun, til þess að finna fórnarvilja mannanna,
því að annan veg geta menn ekki sannreynt kærleika
þeirra. — Því trúir enginn, hve það er sælt fyrir þann,
sem er einmana í einhverri sorg eða raun, eða þann, sem
veröldin hefir gert einmana og tortrj'gginn, að finna, þegar
í raunir rekur, útréttar hendur fúsar til fórnar.
Mér hefði aldrei af sjálfsdáðum getað til hugar komið,
að þessu væri svo varið. Lífsreynslan hefir hinsvegar kent
mér að þetta er svo.
En ef þetta er rétt, sem ég tel vera ómótmælanlegt, að
menn þurfi að verða á einhvern hátt hjálparþurfa mót-
lætisbörn, til þess að sannreyna kærleika mannanna, —
þurfa menn þá ekki einnig að verða hjálparþurfa, til þess
að sannreyna kærleika guðs?
Einkennilegt er a. m. k., að Jesús Kristur skyldi byrja
sína nafnkunnustu ræðu einmitt á því að lýsa yfir, að þeir
væru næstir ríki himnanna, sem fyndu sjálfir að þeir væru
hjálparþurfa.
»Sælir eru þeir, sem fátækir eru í andanum, því að
þeirra er ríki himnanna«, segir hann (Matt. 5).
En »fátæka í andanum« nefnir hann þá, sem finna að
þeir þurfa hinnar andlegu auðlegðar með, sem finna sjálfir,
að þeir eru fátækir og hjálparþurfa.
»Þeirra er riki himnanna« — segir hann.
Næst liggur að skilja orð Krists svo, að enginn sá geti
öðlast ríki himnanna, sem finnur ekki, að hann þurfi
æðri auðlegðar við, en þykist sjálfur vera ríkur.
Einkennilegt væri þetta. Ef vér færum á mis við ríki
himnanna sérstaklega fyrir þá sök, að vér finnum ekki
fátækt vora, heldur þykjumst vera svo rik!
Einkennilegt er líka að sjá í kvæðabók eins af skáldum
vorum (H. Hafsteins), að fyrsta guðsleitarsporið skuli