Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 132
126
Gísli Skúlason:
Prestafélagsritið^
sem ’víst ekki er hægt að segja annað, en að presturinn
þeirra hluta vegna, geti vel sint búskap, og þá er engin
ástæða til að svifta hann tækifæri til þess.
Ef prestsetrin féllu burt, svo að prestarnir ekki hefðu,
einu sinni forgangsrétt að þeim, þá skil ég ekki í öðru,
en að hag þeirra yrði stefnt í alvarlegt óefni. Prestur sem
kæmi í einhverja sveit myndi verða í mestu vandræðum
með að koma sér fyrir, hann gæti ekki vænst þess að fá
sér húsnæði, sízt væri hann fjölskyldumaður; hann yrði
annaðhvort að taka á leigu uppbygða jörð, eða þá að
byggja sjálfur. En ætti hann að byggja, yrði hann að eiga
jörð, sem væri það stór, að húsin bæru hana ekki ofur-
liða, annars gæti hann ekki fengið lán til byggingarinnar.
Og það væri meira en vafasamt, að jarðir lægju lausar
fyrir í sveitinni til kaups eða ábúðar fyrir prestinn, en
þótt svo væri, þá yrði hann samt neyddur til búskapar,
hvernig sem ástæður hans til þess væru.
Ég held að þetta sé svo Ijóst, að ekki verði í móti
mælt. En þá er spurningin, hver úrræði séu til þess, að
leysa hið vandasama prestsetramál á nokkurn veginn
þolanlegan hátt. Þetta mál hefir fyrirfarandi verið á dag-
skrá hjá Norðurlandaþjóðunum og verið víst yfirleitt
þannig til lykta leitt, að prestarnir halda bústaðnum sum-*
staðar með einhverjum litlum jarðarafnotum, en eru oftast
sviftir bújörðum þeim, sem áður fyigdu prestsetrunum, og
eftir því sem mér framast skilst, eiga mjög undir högg að
sækja að fá þær leigðar, þó þeir vildu. Og ég held ekki
að prestastéttinni á Norðurlöndum hafi þótt hagur sinn
batna við þessa breytingu, og ég heyri svo sagt, að það
sé alment umkvörtunarefni, að þetta dragi úr hinni fornu
og góðkunnu gestrisni á prestsetrunum og verði þá um
leið til þess að fjarlægja prestinn frá söfnuðunum.1) Ekki
væri það ósennilegt að líkt yrði hér, og væri það mikill
skaði. En annars held ég að alt hjá oss sé svo ólíkt því
1) Sbr. atlis. á bls. 131.