Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 19
14
Jón Helgason:
Prestafélagsrilið*
sd. e. þrett., er hér fer á eflir: »Af þeim löstum og skömm-
um, er daglega fara í vöxt á meðal vor [megum vér glögg-
lega við það kannast] að Satan er ofan kominn hafandi
bræði mikla. . . . Þvi síðan kristni hófst í landi þessu,
hygg ég hann aldrei hati meira ríki haft vor á meðal í
sínum hlutum, en nú um stundir. Á öllum öldum hefir
hann sáð illgresinu á meðal hveitisins, en þó hefir það
oftast verið og víðast, að skömmin hefir skömm heitið
og dygðin dygð, jafnvel hjá þeim, sem ekki hafa dygðina
elskað né hatað skömmina. En nú heyrist mér, að menn
hrósi sér af löstunum og setji dygðanna nafn upp á þá_
ísmael er tekinn að ofsækja ísak og Hagar ætlar að reka
Söru út úr húsinu. Abimelek er farinn að drepa hina
skilgetnu bræðurna, svo hans frillusonur megi einsamall
rikja. Ágirndin er framsýni kölluð, drambsemin höfðings-
skapur, hræsnin vizka; þegar menn brjóta réttinn, kalla
menn það að byggja hann, þegar menn sleppa skálkum
og illræðismönnum, þá nefna menn það kærleika og
miskunnsemi. Hirðuleysi og tómlæti í sínu kalli og em-
bætti, heitir spekt og friðsemi«. Orðin eru að vísu hörð,
en gefa þó vafalaust rétta hugmynd um siðferðisástandið
með landsmönnum, eins og það var í raun og veru, þótt
ljótt sé að heyra.
Og þá er hann ekki siður harðorður í garð einstakra
stétta í landinu. í prédikun á 4. sd. e. þr. (»Jesús sté á
skip«) gefur hann s/ómannalýðnum ádrepu, er sýnir, að
ekki liefir siður þá en siðar þótt vilja brydda á óhrjáleik
með þeirri stétt. »Eg get ekki því hrósað«, segir hann
meðal annars, »að allir þeir er voga lífi sínu út á sjóinn*
taki Jesúm í bát með sér. Og eg þori að segja, að varla
drýgja sumir menn tleiri eða meiri syndir guði til stygðar*
en nær menn þiggja hina mestu blessun af hans örlætis-
hendi, svo ekki er að undra, þótt hann megi lykja henni
aftur á stundum fyrir oss og skamta oss úr hnefa, sem
menn plaga að segja, já, þótt hann straffi oss með skip-
reikum og manntjóni, til að tyfta oss lífaða kálfa. Al-