Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 9
4
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
valdinu á þessari flokkadráttaöld. Er enginn vafi á því,
að Vídalín hefði með meiri lægni og lipurð orðið enn
þarfari maður í biskupsdómi en hann varð, svo miklum
hæfileikum sem hann að öðru leyti var búinn til þess að
verða atkvæðamaður og athafna í embætti sínu.
Ekki er það heldur lærdómur Vídalíns, sem hann á
mesta frægð sína að þakka. Að vísu var hann eftir mæli-
kvarða sinna tíma maður vel lærður, en hefir þó naum-
ast í þeirn efnum staðið Brynjólfi Sveinssyni jafnfætis,
enda er alt, sem bendir til þess, að þar hafi kirkja íslands
átt sinn lærðasta biskup, sem Brynjólfur biskup er. En
lærður var Vídalín engu að síður og víðlesinn mjög. Það
sldn fram af svo að segja hverri blaðsíðu í postillu hans,
svo alþýðleg sem hún þó er í allri framsetningu. Og hann
er ekki að eins lærður í guðlegum vísindum, búinn t. a.
m. rétt óvenjulegri biblíuþekkingu og næmasta skilningi á
guðsorði, svo og þaulkunnugur trúarlegum fræðum kirkju
sinnar; hann er líka með afbrigðum vel heima í hinum
sigildu bókmentum Grikkja og Rómverja. Að hann hefir
verið prýðilega að sér í fornmálunum sígildu, grísku og
latínu, sýnir annars vegar það, að hann snýr öllu nýja
testamentinu úr frummálinu á íslenzka tungu, og hins
vegar ber latínukveðskapur hans vott um hvorttveggja í
senn, mikla latínukunnáttu og mikla skáldskapargáfu —
að skilorðra manna dómi.
Ekki voru það heldur aðrir mannkostir hans, sem gert
hafa nafnfrægð hans mesta. Og voru þeir þó margir og
miklir í ýmsu tilliti. Auk þess sem hann var lærður vel
og ágætum gáfum búinn, var hann búsýslumaður hinn
mesti og komst fljótt í góð efni. Þurfli hann því lítt að
spara, til þess að halda virðingu sinni, enda var hann
alla líð ríflundaður maður, veitingasamur og gestrisinn;
örlátur og óspar á fé, lijálpfús og góðsamur við fátæka
og þurfamenn, sem hann náði til eða til hans leituðu, og
lét sér jafnan vel farast við landseta sina á stólsjörðunum.
Auk þess var hann vinfastur maður og tr}'ggur, öllnm