Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 43
38
Hannes Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
rúmið leyfir ekki, að öllu lengra sé farið út í bréfagerðir
biskups, því að það yrði of langt mál. En skemtileg eru
sum bréf hans og Iýsa manninum ágætlega. Mætti t. d.
nefna í því sambandi bréf hans til Ingjaldsliólssóknar-
manna 1. sept. 17011), en þeir náungar höfðu það til
saka unnið, að sárfáir þeirra komu til yfirheyrslu, þá er
biskup visiteraði á Ingjaldshóli 30. ágúst. Fá þeir drjúga
ofanígjöf hjá biskupi í bréfinu fyrir »skammarlegt ölæði,
fíflslegt hjal og ljóta keskni undir heyrn guðs orðs í kirkj-
unni«, og nefnir biskup í því sambandi reiði guðs, er sé
»einn fortærandi eldur brennandi niður til hins neðsta
helvítis«. Áminnir hann þá utn að fleygja ekki burtu
líkum framliðinna, eins og kroppum »bestíanna«, en
láti sóknarmenn sér ekki segjast eftir þrjár áminningar
prestsins, þá kveðst biskup láta »yfir þá óhlýðugu ganga
kirkjunnar bann, svo þeir afhendist andskotanum til
holdsins deyðingar«. Kveðst biskup ekki vilja vera sekur
í blóði þeirra á dómsdegi, »ef ég skyldi leggja kodda
undir yðar syndugt höfuð með hjáhliðran og umvönd-
unarleysi«, og vilji þeir ekki sæta áminningum hans eða
óttast reiði konungs, þá megi þeir samt óttast guð, er
faafi »vald til að kasta lífi og sálu í helvítis eld, hvar
vrera mun óp og tannagnístran um óendanlega eilífð«.
Eins og sjá má, er líkur blær á bréfi þessu, eins og hin-
um kjarnyrtustu prédikunum biskups, og mylur hann
ekkert undir Jöklarana í þessum lestri sínum. Kærði
hann þá einnig fyrir konungi, og kom þá konungsbréf
22. mai 1702, að Ingjaldsliólssóknarmenn skyldu sektum
sæta eftir ákvæði biskups og amtmanns2).
Þá er og biskup ekki mjúkur á manninn í bréfi til
Jóns sýslumanns Þorlákssonar i Berunesi 10. ágúst 17123),
en hann hafði óskað eftir að mega vera til altaris hjá
öðrum presti en hjá sóknarprestinum, því að þeim samdi
1) Bréfabók biskup 1701, bls. 161—1G6 (Pjóðskjalasafn).
2) Lagas. M. Ketilss. III, 330—331).
3) Bréíabók biskups 1712 (Pjóðskjalasafn).