Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 158
152
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið^
baráttu trúarinnar í bæn fyrir sál Svíþjóðar. í Jesú nafni
skal bænin verða heyrð. Og göngum svo út í eldmóði
trúarinnar og frelsisins til starfa. Þetta skal vera okkar
óður lífsins«.
Manfred Björkquist skoðar kirkjuhugsjónina ekki sem
sína hugsjón, heldur sem hugsjónina, sem býr í krossin-
um uppi á kirkjuturninum, »þessum tengilið himins og
jarðar«. í*ví getur hann sagt um hana: »Aldrei hefir djarf-
ari og stærri hugsjón verið hugsuð í Svíþjóð. Þegar sú
hugsjón fær í fyrsta sinni liti og líf í sál manns, eru
áhrifin lík og þegar hann sér fjall í fyrsta sinn. Hátign
guðs fyllir sálina með titrandi fögnuði«.
Byrjunin var geyst. En hreyfmgin var alls engin sápu-
bóla, er þenst út í svip, fær á sig fagra liti og — springur.
Bví fer fjarri, að ungkirkjuhreyfingunni hafi þorrið máttur,
og sízt af öllu hefir Björkquist þorrið eldmóður. Að vísu
hefir hreyfingin tekið í 5'msu annan svip í því ytra en
var í byrjuninni, en það hefir að eins verið breytt un>
leiðir, ekki mark. Þannig hefir »krossferðunum« hnignaA
mjög, svo að þær eru ekki nema svipur hjá sjón; Til þess
liggja ýmsar ástæður. í fyrsta lagi skoðuðu frumherjarnir
þær umfram alt sem einskonar heróp, sem skyldi vekja
menn til athygli á hreyfingunni og boðskap hennar og
krossfarana sjálfa til starfa frá draumum og umhugsun. í
öðru lagi voru þær mjög farnar til að kynnast hugsunar-
hætti og trúarlífi fólksins, þeim jarðvegi er síðar skyldi
sáð í. Hvorutveggju þessu var að miklu leyti fullnægt me5
fyrstu krossferðunum. Og svo fundu krossfararnir, a5
vegurinn til fólksins var lengri og erfiðari en svo, að þa5
eitt, að ganga út á meðal þess og prédika einu sinni eða
tvisvar á ári á hverjum stað, gæti borið rótlækan árangur.
Sumarið 1910 var þó krossferðaáhuginn enn meiri og
almennari en fyrsta sumarið. Þá voru krossfararnir 75, og
þá hafði hreyfingin líka náð lil Lundar. Sú krossferð var
farin mjög á sama hátt og sú fyrsta, En þegar næsta
sumar verður vart nokkurrar stefnubreytingar. Að eins.