Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 20
Prestafclagsritið.
Jón Vídalín.
15
kunnugt er það öllum mönnum hvilíkt framferði, hvaða
munnsöfnuður, gjálífi, strákskapur, lygi, rán og þjófnaður
að æfður er í þvilikum selsköpum, með langtum meiri
frekju og óskammfeilni en annarstaðar, þó hann þykist
góðu bættur, sem verst getur látið, og það þyki karl-
menska og snilli, að vera fremstur í flokki, nær menn
slikt aðhafast. þegar þér róið til fiskjar, látist þér biðja
guð fyrir yður; en hvað mikill þar fylgi hugur máli, er
af því auðsætt, er þér talið og gerið sumir hverjir, nær
þér eruð undir vað seztir, þá formælið þér yðar veiðar-
færum, yðar verkfærum, yðar lagsmönnum, þegar ekki er
alt eftir vild yðar. Og þar þér ættuð að biðja guð að
blessa, biðjið þér að andskotinn skuli taka. Þegar guð
sendir yður það á öngulinn, er yður ekki líkar, forsmáið
þér það, blótið þvi og kastið því aftur í hans náðarfaðm,
sem hann er þá hvað mest að úlbreiða til yðar. . . . Ó,
minn herra og guð, ég get ekki nóglega dáðst að þinni
þolinmæði, að þú rekur ekki krók i nasir andskotans,
eins og hvalsins í Egiftalandi forðum, og lætur þá draga
djöfulinn upp á önglinum, sem svo hæða þitt nafn, að
hann gleypi þá lifandi eins og jörðin (þá) Kóra, Datan
og Abíram. Lærið af Pétri að fiska, góðir menn, hann er
hinn bezti formaður; þótt hann sæti úti alla nóttina, þá
möglaði hann ekki, heldur sagði: Eftir þinu orði vil ég
netinu út kasta«.
Ekki var Vidalín heldur ánægður með framferði og
embættisrekstur veraldlegra embœttismanna (»veraldar-höfð-
ingja«) innanlands, og kemur það sízt flatt upp á neinn,
sem veit af sögu Vidalins, hve oft honum lenti saman
við hið veraldlega vald. Þó er varla ástæða til að ætla,
að Vidalín hafi þar málað með dekkri litum en rétt var,
enda ber öllum saman um, að embættisrekstur manna
hér á landi á þeim tímum hafi verið alt annað en fyrir-
mynd. En smásakir eru það ekki, sem hann ber á þá,
svo sem þessi ummæli sýna: »Munu þeir ekki finnast
yðar á meðal, sem svefnhöfgi renni á í dómarasæti, eða